Við strákanrnir á Álftanesi gerðum núna fyrir stuttu pall, svipaðan og Grétars. Við fórum og töluðum við mann sem átti fjöru og fengum leyfi til að setja hann þar og moka upp í lendingu. Svo þegar að leið á kvöldið fór hestafólk að eiga leið fram hjá pallinum og við stoppuðum og hleyptum þeim frammhjá, ekkert vesen. Svo seint í gær eða snemma í dag barst kvörtun frá hestamönnum til smíðakennara okkar og bæjarstjóra. Við vorum ekki ánægðir með það og fórum strax á fund til bæjarstjóra. Bæjarstjórinn hringdi í formann hestafélagsins og sagði hann að við höfum verið að hjóla á hestana! Það er út í hött að segja eitthvað svona, og hvað þá að ljúga beint að bæjarstjóranum sjálfum sem hann kallar félaga sinn! Klukkan 17:30 var svo haldinn annar fundur með formanni hestafélagsins og notaði hann það sem aðal mótrök að við værum að hjóla á götunni og það væri hættulegt! Í fyrsta lagi er þetta ÁLFTANES!! Það er enginn hérna! Hvað þá á fjöruvegi. Í 2. lagi: Þetta er ekki hestastígur og eiga hestamenn engann forgang á honum jafnvel þó að við veittum þeim hann. Í 3. lagi: Við hjóluðum alveg í kanntinum á veginu og vari hægt að setja 2 bíla á veginn hlið við hlið og við gætum samt þrumað á pallinn. Að lokum var okkur sagt að við mættum ekki nota þennan pall sem við höfðum smíðað á Álftanesi af því að hann teldist ekki nógu öruggur (það er ekkert örrugt í þessari íþrótt!). En við eigum að fá aðra aðstöðu sem verður svipuð og megum ekki nota okkar pall, sem er tóm þvæla! Þetta er ekki heldur eins dæmi! Á sama stað var einu sinni grænn pallur (sem hvarf einn daginn og fannst svo uppi í Nauthólsvík (R.I.P)). Hestafólkið kvartaði undan honum líka og var hann færður strax. Ég get sagt það fyrir mína hönd að hestafólk á án efa topp 10 sætin hjá mér yfir leiðinlegasta og sjálfelskasta fólk landsins. Fyrst var okkur hrósað fyrir að hafa gert allt rétt svo var það allt rifið úr höndunum á okkur, það sem við lögðum vinnu og tíma í er skítur í augum bæjarins. Það var fólk sem kom að okkur og spurði hvort það mætti fylgjast með og fólk hægði á sér þegar að það keyrði fram hjá.
Yamaha maple custom definitive blue sparkle, 12,13, 16 og 22“ og 14” Dave Weckl sign. snerill.