Keppnin var haldin fyrir framan kringluna í RVK og 12 keppendur skráðu sig til leiks, allir komust þeir yfir byrjunarhæðina nema einn sem svaf yfir sig! (Beggi?). Margir keppendur voru búnir að beita hinum ýmsu brögðum við að létta hjól sín fyrir keppnina t.d hreinsa allar bremsur af og meira segja einn sem mætti keðjulaus! (TeknóHaukur).
Úrslitin voru eftirfarandi:
1# Björgvin 95cm - Mirraco/örninn
2-3# TeknóHaukur 85cm - Mongoose/TeamGAP
2-3# Róbert 85cm - SUNDAY!
4# SiggiHulkHanson 80cm - KHE/Team KHE-Útilíf
5# Stefnán Árni 75cm - Haro
6-7# Anton 70cm - KHE/Team KHE-Útilíf
6-7# Pálína (Sindri) 70cm - KHE/Team KHE-Útilíf
8-9-10# Andri Valur 60cm - KHE
8-9-10# Hjörvar 60cm - Eastern (minnir mig)
8-9-10# Arnór 60cm - Mirraco (minnir mig)
11# Ari 50cm - Mirraco
12# Beggi — Mirraco
Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér í kringum mótið sér í lagi pabba hans Sigga, Palla sem smíðaði fyrir okkur græjuna. Og öllum sem tóku þátt.
Fyrir hönd BMX sambandsins
Emil
www.khe-bmx.com