Já hver hefur ekki lent í því að það springur hjá sér?
Ég vona nú að flest allir kunni að bæta dekk en ég hef lent í því að þurfa horfa upp á nokkra sem gera þetta vitlaust.
Þetta er kannski allgjörlega tilgangslaus grein en maður þarf nú að læra að kunna að bæta slöngur.
Fyrsta sem þið gerið þegar það springur hjá ykkur er að kaupa bætur ef þið eigið ekki.
Næst er það að ná dekkinu af og taka slönguna úr dekkinu.
Þá pumpið þið í slönguna og reynið að finna gatið með því að hlusta hvort þið heyrið ekki sssssss.
Þegar þið finnið gatið þá fylgir alltaf (eða í flestum tilfellum) sandpappír eða rasp.
Margir sleppa af nota þetta en það er mjög nauðsynlegt að raspa í kringum gatið.
Næst skellið þið lími í kringum gatið og passið að bótin sé ekki stærri en límið þessvegna er alltaf betra að setja meira lím heldur en minna og dreifa vel úr því.
Jæja ég hef séð nokkra setja lím á bótina og skella svo strax á slönguna en það er VITLAUST!
Þið eigið alls ekki setja lím á bótina sjálfa!
Og þið eigið að bíða í ca. 5 mín á meðan límið er að þorna.
Því næst skellið þið bótinni ÁN þess að setja lím á bótina sjálfa. Þið haldið fast utan um í nokkrar mínutur þangað til þetta er fast. Það er oft plast ofan á bótinni sem þið eigið að rífa af sem ég ráðlegg ykkur að gera.
Ekki setja slönguna strax í dekkið því þá á óþornað líf bara eftir að festast í dekkinu sem er vesen.
Þegar þið haldið að þið eruð búin að bæta öll götin þá er gott að pumpa í slönguna til að athuga hvort þetta haldi ekki allveg og líka til að vera viss um að þið hafið bætt öll götin.
Því næst setjið þið slönguna í dekkið og dekkið á gjörðina og setjið á hjólið, og pumpið og farið út að hjóla.
Ég veit allveg að þetta er svosem tilgangslaus grein en ég hef þurft að horfa á uppá nokkra vini mína sóa skrilljón bótum því þeir gera þetta vitlaust og þar af leiðandi festist bótin ekki og bara vesen.