BMX mót 2007

Þá er fyrsti fundur BMX sambands Íslands með nýjum meðlim í stjórn, við bjóðum Sindra (gullpung) Hauksson velkominn í herinn. Þá er stjórnin skipuð eftirfarandi: Emil Þór (Lemmy) Guðmundsson, Árna (afa) Kjærnested og Sigurði (hulk) Páls.

Við erum búnir að gera drög að keppnisdagsskrá fyrir sumarið 2007. Engar dagssetningar hafa verið negldar niður ennþá en við munum birta þær eins fljót og auðið er.

Þetta eru þau mót og staðsetningar sem hafa verið ákveðnar:

1# Breiðholts parkinu, Keppt verður í Best trick, flatland, wheeli og lengsta bakkið. opið mót.

2# Garðabæjar skeitparkinu, Keppt í Best trick, flatland og höfrungahoppi! opið mót.

3# Skeitparkið Mósfellsbæ, Keppt í BMX FÍFL? þetta mót verður eins og “bmxpig” þið sem munið eftir því? það verða 3 lið og dregið í þau, svo að liðin verða jöfn að vígi. inntökupróf í mótið.

4# BMX STREET Reykjavík. Boðskeppni, ákveðnum aðilum boðið að taka þátt og sýna hvað í þeim býr. Keppt verður á nokkrum völdum Street stöðum í Reykjavík.

5# Háskólaparkið Akureyri. Keppt í Best run, Best trick og bunny hop. opið mót.

6# Dirtparkið Nautó. Keppt í Best trick, tuck keppni og longest jump. opið mót.

Þetta eru þær keppnir sem að verða á okkar vegum, svo verðum við einnig með nokkur session eins og að hefur verið síðustu ár, en þau verða auglýst síðar. það eru komin tvö á lista sem að verða núna í vetur:

1# Snjóskafla session. staðsetning er ekki ákveðin, við þurfum að bíða eftir snjónum fyrst. hugmyndin var að smella stórum kicker fyrir framan stóran snjóskafl og negla svo á pallinn. Hver veit nema að það verði verðlaun fyrir besta move-ið?

2# Bunnykeppni innanhúss, við ætlum að reyna að komast inn í kringluna eða smáralind og sýna íslendingum hvernig á að bunny-a.

Fyrir hönd BMX sambands Íslands þá þakka ég fyrir.
Kveðja Emil

PS Ég veit að þessi grein var á /jadarsport, en hún á heima hérna! ekki satt
www.khe-bmx.com