Big L (L. Coleman) fæddist árið 1974 og var svo skotinn árið 1999, aðeins 25 ára að aldri. Það er ótrúlegt hvað fólk þarf alltaf að drepa góða rappara. Big L var MAD rappari og er þetta því ömurlegt. En diskurinn er safndiskur með öllum hans bestu lögum. Diskurinn er í heild 16 lög og er þetta magnaður diskur sem hægt er að láta rúlla í gegn án þess að þurfa að skipta um lag. Ég ætla að dæma hvert lag fyrir sig, það virkar fínt.
1. The Big picture (intro) - Producað af DJ Premier, þetta er eiginlega svona tribute til Big L. Mjög cool.
2. Ebonics - Töff lag þar sem Big L rappar um slanguryrði og viðurnefni. Textinn er eitthvað sem allir ættu að kunna að nota (Criminal slang).
3. Size´em up – Eitt af betri lögum á disknum. Gott flow og fínir textar. Big L rappar um að hann sé sá besti og þannig shit.
4. Deadly Combination (feat. 2pac) – Crazy shit. 2pac magnaður og Big L ekki verri. Sannkallað banvænt teymi! 4 real.
5. ´98 Freestyle – 2 mín freestyle í þætti hjá Stretch Armstrong. Fuckin besta freestyle sem ég hef heyrt. Feitur beat undir fuckin þéttum rímum og geðveiku flowi.
6. Holdin´ it down (feat. Stan Spit & Miss Jones) – Svoldið Jolly taktur en það er í lagi. Big L stendur sig og Stan Spit kemur sterkur inn. Töff viðlag og allt gott um þetta lag.
7. The Heist – Fuckin magnaður texti um kvöld í lífi Big L. Nettur taktur og í raun bara töff söguþráður. Gott lag.
8. The Enemy (feat. Fat Joe) – Lag um breyttan lífstíl Big L. Hættur í dópi og orðinn frægur. Smá fúll útí svínin (löggurnar). Feiti Jói kemur með eina feita rímu (eins og honum er lagið). Ágætis lag.
9. Fall Back (feat. Kool G Rap) – Hratt lag og gott flæði, Kool G Rap er að standa sig. Enn og aftur flottur taktur.
10. Flamboyant – Jolly taktur aftur. Fínt lag samt en nú samt í slappari kantinum. Ekki alveg sáttur.
11. Casualties of a ice game – Tæpur á taktinum, en flowið bætir þetta upp. Frekar slappt lag, en töff texti.
12. Platinum plus (feat. Big Daddy Kane) – Geðveikur taktur. Eitt af betri lögum disksins. Magnað lag.
13. Who you slidin´ wit (feat. Stan Spit) – Ágætis lag. Big L er maðurinn að vanda og blastar út rímunum.
14. Games (feat. Sadat X & Guru) – Fínt lag. Fjallar um hvernig bitches reyna að svíkja niggez. Guru stelur senunni með flottri rímu.
15. The Heist revisited – Sami texti og í The Heist en annar taktur. Ég fíla upprunalega lagið betur.
16. The Triboro (feat. OC, Fat Joe & Remy Martin) – Feitur beat, góðar innkomur og gaman að þessu öllu. Nett lag!
Þessi diskur er skyldueign fyrir alla þá sem hlusta á Hip Hop. Magnaður diskur. En nú er ég farinn út að tributea Big L.
88% af 100%