
1. Bent & 7Berg - Drykkja
Hefur heyrst mikið á muzik.is. Gott lag, skemmtileg umræðuefni og ágætis texti.
2. Sækópah - Verbalt
Bræðurnir Sesar A og Blazroca með komm bakk sem Sækópah. Þeim tekst að eyðileggja snilldar sampl og leiðinda texti.
3.Afkvæmi Guðanna - Upp með hendurnar
AG notast við bút úr gömlu lagi með Grýlunum og útkoman er gargandi snilld. Frábær texti og góð tilbreyting frá trúarhugleiðingu þeirra félaga.
4.XXX Rottweiler - Rabies Canis
Mjög gott lag(margir eiga eftir að vera ósammála).
Erpur nær ekki allveg að vera í takt í fyrsta versinu en er með ágætis setningar eins og; viltu beef þá er ég Argentína steikhús".
5.Sesar A ásamt Skapta ólafs.
Án efa leiðinlegasta lag plötunar. Ég get ekki sagt meira um það.
6. Forgotten Lores - Þegar ég sé mic
FL sanna það að þeir eru án efa ein besta hip hop hljómsveit landsins, ekkert alltof góður instrumentall en geðveikur texti og geðveikt flæði.
7. Móri - Hljóðtækni
Kræsí taktur en leiðinda texti og alltof slow flow. samt er það ágætt í heildina. Tónlistinn hjá Delphi heldur laginu uppi.
8. Skytturnar - Ef ég væri Jesú
Gott lag að hætti Skyttnanna, ágætis pælingar.
9.Vivid Brain - Vont en það versnar
Þótt takturinn sé ekkert til að hrópa húrra fyrir bætir Jón m það með geðveikum textum og mad flowi. Gaman að heyra eitthvað nýtt frá honum.
10. Bæjarins Bestu - Rappari
Snilld, Snilld , Snilld. Frábært lag segir allt semn segja þarf.
11.Diplomatic's - Dagurinn í gær
Ótrúlega vel unnið hljóðfæralega og ágætis lag.
12.Mezzías MC - Viltu með mér vaka
Var ágætt fyrir u.þ.b ári en er orðið svolítið þreytt. Hann Mezzías hefði mátt koma með eitthvað nýtt lag á diskinn.
Í heildinna litið er þetta mjög góður diskur og skyldueign hvers íslensks Hip hopps haus.
4 stjörnur ****/*****