Promoe – Goverment music
Jæja, Promoe úr LoopTroop gaf út sóló plötu árið 2001 og er hún engin smásmíð. Platan er 16 lög og fær Promoe vægast sagt mikla hjálp frá félögum sínum úr LoopTroop. Ég hef verið að hlusta á diskinn og ég get sagt það að ég hafi í raun vonast eftir betri disk, allavega samkvæmt því hvað LoopTroop eru geðveikir. Diskurinn er þó mjög góður en ekki kannski þessi diskur sem þú setur í tækið þegar þú vilt hlusta á heimsklassa rapp. Bestu lögin á disknum eru þó: Big in Japan (feat. Cos.M.I.C & Supreme), Goverment music & Yes Ayah (feat. Cos.M.I.C & Supreme). Þetta eru topplög en ekkert sem toppar Topp Doggz, Zombies eða Adrenaline rush. Promoe er á góðri leið samt og hefur hann alltaf skoðanir á öllu og sést það á lagalistanum, lög eins og Freedom fighters, Conspiracy, Money og margt fleira. Þessi diskur er góð eign í safninu og fínt að grípa í öðru hvoru. Diskurinn er gefinn út af útgáfufyrirtæki þeirra LoopTroop manna, David vs. Goliath Records. Þeir stofnuðu það og bendir nafnið enn á skoðanir þeirra í sambandi við stjórnmál. Promoe var frábær með skeggið sitt þegar hann kom til landsins og er þessi diskur bara ágætur. Samt á hann ekki skilið meira en ** ½ stjörnu af 5.