Subterranean - Central Magnetizm
Ég var að grafa upp Subta diskinn minn. Ég var búinn að steingleyma að hann væri svona góður. Diskurinn er 12 lög og var hann gefinn út árið 1997. Subta voru í raun brautryðjendur í íslenskri Hip-Hop tónlist, því þetta var ein af fyrstu plötunum sem gefnar voru út. Diskurinn er rappaður á ensku en er ekkert verri fyrir vikið. Lögin sem standa svona mest upp úr eru helst: Mortal kombat, Mys style is freaky & Central magnetizm. Ef þú hlustar á Hip-Hop þá er þessi plata skyldueign. Þeir sem hafa hlustað á Subta geta verið sammála um það að þau séu mjög sérstakt band sem bara ownar. Meðlimir bandsins voru: Ragna, Magze, Black Fist, Charlie D & Kalli. Þetta um meðlimina er líklega eitthvað vitlaust en ég var ungur í þessa daga en ég held samt að ég fari með rétt mál. For ya mind gaf út diskinn en dreifing var í höndum Skífunnar. Ég held að það sé mjög erfitt að nálgast diskinn núna en ef þið sjáið hann einhvers staðar og eigið hann ekki, kaupið hann þá. En diskurinn á skilið **** stjörnur af 5 mögulegum.