Ég ákvað að birta alla plötudóma sem ég á þannig að Arsonists kemur hérna. Eins og með Poetic skrifaði ég þennan fyrir löngu en hakkið þetta endilega í ykkur !
Arsonists – Date of Birth
Hér höfum við endurkomu þessarar frábæru sveitar sem sló í gegn í heimi Hip Hops með plötunni As the world burns sem var snilld. Það sem setur svartan blett á plötuna er í raun að Freestyle er ekki lengur í bandinu. En að mínu mati var hann besti rapparinn í bandinu. En engu að síður er platan ekki af verra taginu. Hún inniheldur 16 lög og eru þau öll svipuð. Lykillög plötunnar eru ,,We be about”, ,,What you want” & ,,Self-Rightteous spics” sem er producað af Psycho Les úr Beatnuts. Samt er lag nr. 16 svoldið cool að mínu mati það heitir: Millionare og er svona verið að herma eftir Viltu vinna miljón og er það svoldið svalt. En rappararnir í Arsonists eru þrír:
Jise, Q-Unique & Swel 79. Þessi plata er í heild nokkuð góð og fær:
*** stjörnur af 5 mögulegum.