Atmosphere- Lucy Ford LP Loksins eftir marga mánuði án plötudóms hef ég ákveðið að gagnrýna plötuna Lucy Ford LP með Atmosphere.

1. Between the lines- Mjög flott lag. Takturinn rennur smooth í gegnum allt lagið og Slug er með mjög vel skrifaðann texta. Produceringin er í höndum Ant. Þeir byrja diskinn mjög vel með því að hafa þetta lag sem er alveg stórskemmtilegt. Eitt fárra laga sem var á Lucy Ford EP.

2. like today- Þetta er mjög chillað lag. Ant Producar þetta. Slug er alltaf jafn skemmtilegur og ferskur í textagerðinni.
Þetta er eitt af fáum lögum sem voru á Lucy Ford EP eins og Between the lines.

3. Tears for the sheep- Takturinn í þessu lagi sem Ant gerir minnir mikið á takt með Heltah Skeltah(Mig minnir það) Flæðið hjá Slug virkar vel í þessu lagi sem er frekar hratt lag. Þetta er fínt lag sem er samt ekki á topp 5 af bestu lögunum á disknum. Var á EP plötunni

4. Guns and cigarettes- Ant Producar þennan takt sem mér finnst með betri töktunum hans á disknum. Slug er með mikil mennsku brjálæði í þessu lagi. En þetta lag er alveg mjög gott lag og er 4 besta lagið á disknum af mínu mati

5. don´t ever fucking question that- Vafalaust í öðru til þriðja sæti yfir bestu lögin á disknum. Takturinn frá Ant er SNILLD. Textinn frá Slug er alveg frábær. Eitt af mínum uppáhaldslögum af disknum. Slug sannar það að hann er einn af topp röppurum í heiminum í dag. Þetta lag var á EP plötunni frá þeim.

6. it goes- Produceringin frá Ant. Ég get alls ekki hrósað taktinum. Snare trommarn pirrar mig og samplið líka. Ég held að Ant hafði getað unnið betur úr taktinum sínum. Slug rappar vel við þennan takt og nær vel að koma öllu frá sér sem hann er að reyna. Þetta lag var víst á EP plötunni sem hefði alveg mátt sleppa þessu lagi.

7. If I was Santa- Ant gerir taktinn. Þvílík snilld, hann vinnur vel með undirspilið. Trommupatternið er mjög flott. Þetta er ásamt don´t ever fucking question that í öðru til þriðja sæti. Slug með frábæran texta. Þegar maður kemst í góðar græjur blastar maður þetta og þvílík snilld. Frábært lag.

8. aspiring sociopath- Þungur taktur sem er í umsjá Ant. Hann hefur þetta mjög þungt lag. HAnn gerir það bara mjög vel. TExtinn hjá Slug góður og líka hvernig hann flytur lagið er alveg brilliant. Þetta lag var á EP plötunni.

9.free or dead- Fyrst þegar maður lætur á lagið og heyrir byrjunina á því er það ekkert sérstaklega heillandi. Þegar trommurnar og rapparinn kemur inn þá fílar maður þetta. Þessi taktur er í umsjá Jel. Fínn taktur. Mjög gaman að hlusta á þetta.

10. party for the fight to write- Ant kominn aftur til baka að sjá um taktinn. Skemmtilegt topic sem Slug skrifar um. Ég get ekki sett mikið út á þetta lag.

11. mama had a baby and his head popped off- Fyndið nafn á lagi. Vel rappað, takturinn er í meðallagi. Góðar trommur en ég fíla samplið ekki alltof mikið. Ant sér um Produceringu. Textinn góður eins og ávallt hjá Slug.

12. they´re all gonna laugh @ you- Byrjar með þvílíkum háfaða og hlátursköllum. Svo kemur Slug inn og takturinn kemur inn. Þetta er mjög cool lag. Frábærlega unnið lag. Gaman að heyra þetta öskrin í Slug við háværan takt er alveg frábært Jel sér um produceringu.

13. lost and found- Þetta er mjög skemmtilegt lag. Samplið og trommurnar fínar kannski of hörð snare af mínu mati. Vel rappað lag. textinn fínn. Producering í höndum Jel.

14. The woman with the tatooed hands- Að mínu mati Besta lag disksins. Ég ætla að segja að þetta lag er eitt besta lag sem ég hef heyrt. Taktuirinn er frábær. Textinn frá Slug er einn sá besti sem ég hef heyrt. Ant producar þetta lag sem er snilld besti takturinn hans sem ég hef heyrt. Þeir sem hafa aldrei heyrt þetta lag finnið það á netinu og hlustiði. Þú getur hlustað á það á hiphopinfinity í plötudómnum þar á þessari plötu. Ég held að margir telja þetta eitt besta hiphoplag ever.

15. Nothing but sunshine- Þirðji producerinn á disknum er Moodswing og hann producar þetta lag bara prýðilega. Skemmtilegur texti sem maður heyrir um ævi Slug, skemmtilegt lag sem lokar disknum á track listanum.

Bonus Track- Fínn taktur og fínt lag. Hlustiði á þetta lag og þið munuð njóta.


Ég vona að þið séuð sammála plötu dómnum mínum. Ég tel þetta bestu plötu seinasta árs. Frábært verk. ég gef henni 9,0 í heildareinkunn. Ég fékk þessa plötu í Þrumunni ef fólk vill reyna að athuga hvort hún fáist þar

kær kveðja

Gaui Rappari