Það ætti varla að þurfa að kynna þá félaga í Lone Catalysts, en þeir voru einmitt með tvo tónleika hér á fróni í júni byrjun.
Þeir félagar J. Sands (rapparinn) og J. Rawls(Próducerinn) hafa verið í hiphoppi í þó nokkurn tíma. Það helsta sem fólk ætti að hafa heyrt frá þeim er takturinn í Brown Skinn lady með Blackstar, en J. Rawls pródúsaði því, og það var fyrsta lag sem Kewli og Mos Def gerðu sem BlackStar.
Diskurinn Hip-Hop kom út í ár og eru þeir á tónleika ferðalagi til þess að fylgja plötunni eftir. Þið getið nálgast allt um þá á síðunni www.lonecatalysts.com
Diskurinn byrjar á stuttu introi en svo kemur kynningin Q&A þvílíkt nett lag. Flottar rímur og frábær taktur. Ég gæti sosum talið upp hvert einasta lag á plötunni, og hrósað því sérstaklega því lög eins og Hip-Hop, 3 yrs ago, The Pro's, Place to be og If hiphop was a crime eru sérstaklega nett lög. Þó standa lögin Lone Catalyst (falið lag), Ayanna Monet og Due Process uppúr.
Lone To the Cata - Cata to the lysts, þetta er alveg snilldar viðlag, grípandi, flottur taktur með þéttar rímur og flott flæði. Þetta hefur allt sem gott rapplag þarf að hafa á mínu mati.
Fáum tekst vel upp með að skrifa ástarlög, margir rapparar verða skrýtnir þegar kemur að því að skrifa um konur, annað hvort verða þeir þvílíkt væmnir eða kalla allar konur bitches. En J. Sands tekst vel að skrifa um þessa stelpu sem hann hitti og tókst að hösla. Takturinn er mjög flottur og flott lína sem J.Sands fer um, hann lýsir þessari atburðarás.
Due Process er frægasta lagið á plötunni og það besta að mínu mati. Þar fá þeir engann annann en Talib Kewli og hann er frábær í laginu. OG já minntist ég á taktinn? Því eins og í öllum öðrum lögum á plötunni er productionið á sínum stað. Frábær taktur. Viðlagið er flott og þetta er bara yfir höfuð frábært lag.
Það sem stendur uppúr á þessum disk er productionið alveg pottþétt. J.Sands er fínasti rappari, hann hefur sinn stíl sem gengur ágætlega upp í þessu verki. Þetta er heilstæð og þétt plata og það var náttla heiður að taka við henni frá sjálfum J. Sands. Fínasta plata hlakka til að sjá meira frá þeim.
einkunn 8/10