Það eru eflaust fáir sammála mér um að þetta sé góð plata og ég segi það vegna þess að ég hef tekið eftir því að margir hip hop hausar hér á landi hafa einhverja fordóma gagnvart Def Jux. Fyrir þá sem ekki vita hvað Def Jux er þá er það plötuútgáfufyrirtæki í eigu El-P (Company Flow) sem gefur út óhefðbundið hip hop með nokkrum undantekningum svo sem Mr. Lif. Platan er mjög experimental enda pródúseruð af El-P sjálfum. Bestu lögin finnst mér vera “Straight off the D.I.C.” og “Iron Galaxy” en þó er ég alltaf að skipta um skoðanir vegna þess að öll lögin eru mjög góð á plötunni þó það taki kannski svolítinn tíma að melta þau. Mæli eindregið með þessari plötu þó að ég viti að hún sé ekki við allra hæfi. Expand your mind.
1 Iron Galaxy
2 Ox Out The Cage
3 Atom feat. Alaska and Cryptic of Atoms Family
4 A B-Boy Alpha
5 Rasberry Fields
6 Straight Off The D.I.C.
7 Vein
8 The F Word
9 Stress Rap
10 Battle For Asgard feat. L.I.F.E. Long & C-Rayz Walz
11 Real Earth
12 Ridiculoid feat. El-P
13 Painkillers
14 Pigeon