Ég veit ekki hvort þið sem fóruð á Akrobatik tónleikana keyptuð ykkur þessa plötu af Akrobatik eða DJ Sense en ef þið gerðuð það ekki mæli ég með því að þið kaupið ykkur hana. Platan fæst reyndar ekki hér á Íslandi en þið getið farið inn á www.ughh.com og keypt hana þar. Hér er á ferðinni plata sem ætti að höfða til flestra hip hop unnenda og þá sérstaklega þeirra sem fylgjast með hip hop senunni í Boston.
Akrobatik pródúserar sjálfur nokkur lög á plötunni þar á meðal “Internet Emcees” sem varla þarf að nefna. Einnig fær hann aðra pródúsera til liðs við sig þar á meðal DJ Fakts One (pródúserinn og DJ-inn hans Mr. Lif) sem er eins konar DJ Premier hip hop senunnar í Boston. Gestarapparanir eru heldur alls ekki af verri endanum en þeir eru Afu-Ra, Breez Evahflowin´, Esoteric og Mr. Lif.
Lögin sem mér finnst standa mest upp úr eru “Battle Royal feat. Esoteric” þar sem notast er við sampl úr tölvuleiknum “Zelda”, “The Fat Sh*t Pt. II feat. Mr. Lif” þar sem The Perceptionists (Akrobatik & Mr. Lif) koma saman og busta yfir beatbox eftir Akrobatik og “Internet Emcees” en ég tel mig ekki þurfa að tjá mig neitt um það lag.
Að lokum vil ég segja að þessi plata ætti að vera til uppi í hillu hjá öllum hip hop unnendum.
Akrobatik - The EP
1 The Flow
2 Internet MC's
3 Don't Fear
4 Ruff Enuff (Remix) feat. Afu-Ra and Breez Evahflowin'
5 U Got It
6 Battle Royal feat. Esoteric
7 SayYesSayWord
8 The Fat Sh*t Pt. II feat. Mr. Lif
9 Militant Raw