Spooks - S.I.O.S.O.S. Vol. 1: Hijacking The Planet  7/10 Spooks samanstendur af 4 röppurum (Mr. Booka-T a.k.a. Bookaso, Water Water a.k.a. Aqua Dinero, Hypno, J.D. a.k.a. Vengeance) og einni söngkonu (Ming-Xia).
Þetta er þeirra fyrsta plata og já, hún er þétt og jafnframt
öðruvísi en áður hefur verið. Spooks koma vopnuð gáfum, hæfni, innsýn og miklum ferskleika inn í Bandarískt hiphop.Koma þau öll frá austurhelmin bandaríkjanna og hittust þau öll sömul 1994 en þetta er þrátt fyrir það þeirra fyrsta plata.
Tónlist þeirra er greinilega mikið inflúensuð af artistum á borð við James Brown, Earth Wind & Fire, og fleiri fönk/soulara og jafnvel hljómsveita á borð við U2, Radiohead og Cold Crush Brothers. Ming-Xia er að mínu mati mjög góð söngkona og hefur henni verið líkt við Björk og Beth Gibbons (söngkona Portishead)
enda heyrir maður það vel. En… samt koma þau með algjörlega nýtt sánd inn í hiphop flóruna.
Spooks eru gefin út af Antra records (sem er undirfyrirtæki Sony) sem í raun þýðir að stóru plötufyrirtækin eru byrjuð að koma með þrusugóða hiphop titla, þau eru hætt að láta litlu jaðarfyrirtækin sjá um þetta, sem er já… bæði gott og slæmt (þ.e. ef þau ætla að fara að skipta sér af textasmíðum og annað, en svo er ekki að heyra á þessum disk).
Ef þú vilt prufa eitthvað nýtt þá skaltu smella þér á þennan og hann á ekki eftir að veita þér vonbrigði.

7/10

-grín-
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid