Sú útgáfa sem hefur verið hvað duglegust að gefa út ferskt og nýtt efni sem höfðar til alvöru Hip Hop hausa er án efa Rawkus Records. Þeir hafa séð okkkur fyrir því alheitasta sem komið hefur út udanfarin ár t.d. eins og Company Flow, Sondbombing mix teipunum, Lyricist Lounge safnplötunum, Mos Def, BlackStar, Big L svo einhverjir séu nefndir. Einhver leiðindi virðast samt vera komin í herbúðir þeirra þar sem Rawkus eru sakaðir um að hugsa meira um peninga heldur en tónlistina eins og þeir gerðu í byrjun. Co-Flow var kastað út í kuldan og ákveðið að gefa út Big L(aðeins til að reyna græða á dauða hans)
Fleiri dramatískar ákvarðanir hafa verið teknar sem virðast fara í taugarnar á hörðustu aðdáendum Rawkus útgáfunnar, því á nýju Lyricist Lounge safnplötunni þá hafa þeir fengið til liðs við hina ýmsu listamenn og þeir sem nefndir hafa verið í því sambandi eru t.d. Snoop, Nate Dogg og Macy Gray ?? Varla eru þeir þá lengur “Independet as fuck” eins og þeir sögðu sig vera í upphafi.
Hvað um það, þá er hér á ferðinni einhver besta plata sem ég hef heyrt í langan tíma. Talib Kweli & Hi-Tek eða Reflection Eternal-“Train of thought”. Talib Kweli sýndi það á “Blackstar” plötunni ,sem hann gerði í samvinnu við Mos Def, að hann er einn af bestu röppurunum í dag. Nú í samvinnu við Hi-Tek sem er án efa einn af heitustu producerunum í dag, þá smíða þeir saman þessa snilldarplötu.
Platan byrjar á intro-i eins og flest allir rap diskar. Þar sem Nelson Mandela segist alltaf hlusta á Reflection Eternal. Síðan byrjar veislan. “Move Something” er fyrsti single-inn af plötunni, örugglega harðasta lagið á plötunni, en algjör snilld. Sama má segja um flest lögin en uppáhaldslagið mitt af þessari plötu er “Memories Live”, ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði það fyrst, textinn og producering er geðveik, og það lag er meira í takt við plötunna þ.e.a.s. smooth og funky. Þessi plata er algjört “Head Nod” enda soundar hún eins og muther fucker. Hi-Tek blandar saman, live funky hljóðfærum og smooth ass sömplum við brjáluð beat, ásamt því að fá hjálp hjá Mos Def, Rah Digga & Xzibit og fl.
Hér er á ferðinni algjört tímamótaverk, ef svo má að orði komast. Þetta er það sem við viljum herya meira af. Þetta er bjargvættur Hip Hopsins so far.
*Áður Birt í Undirtónum