
Tomekk fær, eins og flestir mixdisk dj-ar, til sín góða gesti, og má kannski fyrst nefna KRS ONE, hann kemur fram í fyrst lagi plötunnar ásamt Torch og MC Rene þar sem þeir tveir síðast nefndu rappa á þýsku og blandast þetta mjög vel saman.
Aðrir gestir eru t.d. Tony Touch, GZA sem lætur reyna á þýsku kunnáttu sína í laginu “Ich Lebe fur Hip Hop” ,Group Home, og meira segja Flavor Flav úr PE rappar svo skemmtilega “1 2 3 from New York to Germany” ásamt Grandmaster Flash.. Eitt besta lag plötunnar er “ The Genesis” feat Prezident Brown sem er Reggae lag tileinkað Tomekk. Mjög Cool.
Önnur lög er þokkaleg nema kannski lagið “Girls” með Coolio, þarf að segja meira!
Kíkið endilega á þennan disk þó svo það sé ekki nema bara til að rifja upp menntskóla þýskuna! Schnell!
rawquZ