Rímnamín var einn af þeim diskum sem komu út í jóla Hip hop diska ,,flóðinu´´ í fyrra. Þetta er safnplata sem inniheldur verk eftir Bent & 7Berg, Sækópah, Afkvæmi guðanna og svo framvegis.
Fyrsta lagið er lagið drykkja sem má einnig finna á plötunni Góða ferð með Bent & 7Berg. Mjög flottur taktur og flottir textar, flottari hjá Bent (að mínu mati). Í þessu lagi fékk landinn líka að kynnast 7Berg. Í einhverju sjónvarpsviðtali við þá sagði Bent að þeir hefðu gert útvarpsútgáfu af þessu lagi sem hét Kirkja. Ekkert hefur heyrst af þeirri útgáfu enda held ég að þetta hafi verið brandari. Mér fannst hann allavega ekki fyndinn þannig að ég tók þessu alvarlega.
Annað lagið Verbalt er með bræðradúóinu Sækópah(BlazRoca og Sesar A) sem mér finnst hvorugur góður (Erpur allt í lagi samt). Allt í lagi taktur með lúðrum og eitthvað en ekki gott lag.
Þriðja lagið; Upp með hendurnar er með Afkvæmi guðanna sem hafa gert 2 diska; Ævisögur og Dæmisögur sem eru mjög góðir. Eitt lag á Ævisögum er akkurat svarlag á einhvern sem dissaði þetta lag á hiphop.is. Mjög mikill húmor í þessu lagi og stór skemmtilegt þar að auki. Sampl úr laginu Ekkert mál með Grýlunum sem er meðal annars að finna í Stuðmanna myndinni Með allt á hreinu er notað í þessu lagi.
Fjórða lagið er Rabies Canis (hundaæði á latínu) sem fékk mikla spilun á Popptíví og er með XXX Rottweiler og mér fannst þetta eins og tilraun til að ná aftur vinsældum því að þetta lag var gert þegar að fólk (aðallega FM hnakkar)var að byrja að hætta að hlusta á Rottweiler. Allt í lagi versið hans Erps en Bent skín í sínu versi (s.s. mjög flott). Líka flottur taktur hjá DJ Gummó (held ég).
Púsl heitir fimmta lagið og er með Sesari A og Skapta Ólafs. Þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt með Sesari. Flottur taktur með fiðluleik á bakvið. Lag um tilfinningar sem ekki öllum tekst að gera vel en hann nær því samt.
Jæja. Þegar ég sé Mic með Forgotten Lores er sennilega besta lag plötunnar þó að erfitt sé að gera upp á milli þeirra, skyttanna, BB og Mezzíss. Frábær taktur með ennþá flottari texta. Þessir menn hafa svo gott vald á íslenskunni að þeir koma mér stanslaust á óvart (samt finnst mér þetta sennilega besta lagið þeirra). Þeir eru einmitt nýbúnir að gefa út disk sem fæst í Skífunni, Japis og Þrumunni. Himnesk hlustun.
Hljóðtæknir með Móra er með Frábæran takt sem mér skilst að sé eftir Delphi. Eitt flottasta lagið með Móra en hann gaf út disk í fyrra sem kom út rétt á eftir þessum disk. Hann rappar um sðuðningsleysið í foreldrum hans og ég las einhversstaðar að þau hafi stutt hann meira eftir að heyra þetta lag. Gott mál.
Áttunda lagið með hinum Akureyrsku skyttum er lagið Ef ég væri Jesú. Ég hef heyrt að þeir séu að fara að gefa út disk sem eg er búinn að bíða eftir lengi. Offbeat og Gunni eru fjarri góðu gamni í þessu lagi og sér Hlynur einn um rappið sem eo-ins og nafnið gefur til kynna er um hvernig lífið væri ef hann væri Jesú. Einnig hafa þeir gert diskinn SP sem að ég hef því miður ekki heyrt allann.
Vont en það versnar með Vivid Brain er níunda lagið og er mjög flott. Það er um hann sem djöfulinn eða púka eða andsetinn mann eða eitthvað (allavega mín túlkun). Þessi drengur er með ótrúlegt flæði og frábæra texta og ég bíð spenntur eftir disknum hans sem ég heyrði að hann væri að vinna að með Móra á labelinu hans Grænir Fingur.
Rappari með Bæjarins Bestu er tíunda lagið þarna og dissar Dóri Igore þarna og Frikki svaraði með einu allra lélegasta disslagi sem ég hef heyrt (þetta er ekki disslag). Mikill húmor í þessu lagi og slegið á létta strengi auk mjög flotts takts frá Danna Deluxe (held ég).
Dagurinn í gær með Diplomatics er ellefta lagið þarna og ég viðurkenni að ég veit ekki mikið um þessa drengi annað en að þeir kepptu í Rímnaflæði árið 2001 og gott ef þeir lentu ekki í 2. sæti. Fínn texti en takturinn er ekki mjög góður.
Mezzías MC er með næsta og jafnframt síðasta lagið þarna; viltu með mér vaka, sem hann flutti á Rímnaflæðikeppninni árið 2000. Sama ár og Igore vann og var þessi keppni mín fyrstu kynni af íslensku Hip hoppi. Snilldar taktur með broti úr laginu Þrek og Tár sem var einnig leikrit fyrir nokkrum árum í þjóðleikhúsinu. Textinn er bara saga og mér finnst Mezzías vera besti (ef ekki eini) sögumaður í íslensku hip hoppi.
Þessi plata fær svona 7,5 *