Hiphop sveitin Blackalicious samanstendur af rapparanum Gift Of Gab og
Producernum Chief Xcel. Árið 2000 gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu sem hét
NIA og fékk hreint út sagt frábæra dóma og var með betri plötum þess árs. Þar
áður höfðu þeir gefið út nokkar EP plötur og smáskífur. 2 árum síðar kom svo út
Blazing Arrow, sem ég ætla að skrifa um hérna.
1. Intro: Bow & Fire
Fín byrjun og gefur vel tóninn fyrir andrúmsloftið á plötunni.
2. Blazing Arrow
hreint út sagt frábært lag og sýnir vel hæfileika Gift Of Gab og hversu vel
hann og Chief Xcel vinna saman. Eitt af bestu lögum plötunnar og hefur
sérstaklega flott og frumlega samplað viðlag.
3. Sky Is Falling
Mjög gott lag og frábært production í gangi hérna. Sérstaklega hvernig samplið
skiptir um tónhæð fram og til baka. Viðlagið hljómar eins og það sé tekið úr
söngleik eða eitthvað og það virkar mjög vel. Mjög flottur texti hjá Gift Of
Gab eins og alltaf.
4. First In Flight
Mjög grúví lag með sterkum Soul áhrifum eins og flest þeirra lög. Röddin og
hljómborðið passa ótrúlega saman og mynda mjög gott grúv. Gil Scott-Heron er
með í þessu lagi.
5. Green Light: Now Begin
Funkað og nice lag með mjög góðum fíling og ein besta frammistaða Gift Of Gab á
plötunni. Mjög skemmtilegt hvernig hann leikur sér með röddina. Blackalicious
grúvið ræður ríkjum hérna…
6. 4000 Miles
Píanó og gítar sampl undir góðum versum um tónleikaferðalög frá Gift Of Gab og
Chali 2NA úr Jurassic 5 sem á góða innkomu, hann hefur alltaf virkað á mig eins
og Sesar A með flæði. Lateef the Truth Speaker úr Latyrx er líka í laginu með
flott vers. Hljómar stundum eins og Eminem, a.m.k. í þessu lagi.
7. Nowhere Fast
Enn og aftur góð frammistaða hjá báðum helmingum, mjög flott flow og rím hjá
Gift Of Gab og R&B viðlagið virkar vel á móti versunum.
8. Paragraph President
Skoppandi píanósampl og taktur undir frábærum textum. Greinilegt að Gift Of Gab
á heima meðal bestu rappara nútímans, hann getur breitt ósköp venjulegum takti
í áhugavert lag án mikillar áreynslu. Pólitískur texti og mikið talað um
stjórnvöldin hérna.
9. It's Going Down
Eitt af 5 bestu lögunum á disknum, ótrúlega flott viðlag og frábær taktur hjá
höfðingjanum. Sérstaklega flott hvernig samplaða röddin kemur inn og góð vers
frá Lateef The Truth Speaker & Keke Wyatt
10. Make You Feel That Way
Annað af tveimur uppáhalds lögum mínum á þessum disk. Ótrúlega fallegt og flott
sampl og bara allt lagið er með þeim flottari sem ég hef heyrt. Gift og Gab með
frábærar hugsanir um tilfinningu sem allir þekkja. Textar sem fá mann til að
hugsa, rólegt og grúví viðlag passar vel inn.
11. Brain Washers
Rólegt lag með flottum rafmagnsgítar í viðlaginu og “catchy” sungnu viðlagi.
Gestur í þessu lagi er Ben Harper.
12. Chemical Calisthentics
Hérna koma saman Gift Of Gab og Cut Chemist úr J5 og gera ótrúlega hluti saman,
honum virðast engin takmörk sett með flæði og raddbeitingu og sýnir það vel í
þessu lagi.
13. Aural Pleasure
Jaguar Wright raular hérna viðlagið og þetta er mjög Jamaica-grúvað lag með
mjög flottu delivery frá Gab.
14. Passion
Rakka Iriscience úr Dilated Peoples kemur sterkur inn og þeir passa vel saman
hann og Gift Of Gab. Mjög áhugavert Production frá Babu og hann er ótrúlega
fjölhæfur og ferskur producer.
15. Purest Love
Lag um ástina og öll form hennar með Ljóðrænum og fallegum texta.
16. Release Part 1,2 & 3
Hitt uppáhaldslagið mitt af plötunni, allir 3 hlustarnir. Fyrsti hlutinn er
hraður með flott píanó og Zach De La Rocha öskrar af innlifun á milli ótrúlegs
texta frá Gab. Annar hlutinn er svona millikafli með bjöllum og plinkí plonkí
hljóðum og vindi yfir bongotrommur. 3. og flottasti kaflinn kemur síðann inn
með rólegu og ótrúlega fallegu undirspili og ljóðlist sem skilur mann eftir
orðlausann. Saul Williams og Lyrics Born eru báðir frábærir.
17. Day One
Síðasta lagið er jafn viðeigandi og Introið, með flottum fiðlum og söng og
virkar mjög vel sem lokunarlagið á plötunni. Síðan kemur reyndar inn lítinn
funkaður kafli í endann.
Það tók ekki nema eina hlustun fyrir mig að heyra að þetta er hreint út sagt
frábær plata í alla staði og með þeim betri sem ég hef hlustað á. Gefur fyrri
plötunni ekkert eftir. Þó þessi dómur hljómi kannski of jákvæður fyrir þá sem
kannast ekki við Blackalicious verð ég bara að segja að það er ekki annað hægt
en að tala vel um plötuna að mínu mati og ég skora á alla að redda séð þessari
plötu ekki seinna en í gær.
4.5-5 af 5 Stjörnum