Non Phixion er hópur listamanna sem kennir sig við rapptónlist. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Ill Bill(MC), Sabac (MC), Goretex(MC) og plötusnúðurinn DJ Eclipse.Þeir eru frá Brooklyn og árið 1995 ákvuðu þeir að stofna hljómsveit sem er Non Phxion. Þeir gáfu út fyrsta single-inn sem seldist í 20.000 eintökum
Árið 2001 eða 6 árum síðar kemur út fyrsta breiðskífa þeirra sem ber nafnið “The Future is Now”. Mörg af fyrri lögum þeirra eins No Tomorrow, 5 borros, I shot Reagan o.fl hljóma ekki á plötunni enda orðinn allt að 6 ára gömul lög. Þeir fá til sín mjög góða gesti og flestir af þessum gestum taka sér sætið í að produca lögin. Meðal Gesta eru DJ Premier, Necro sem er bróðir Ill Bill, Pete Rock og large Professor.
1. Futurama- Það lag er Producað af Necro. Takturinn er feitur og þetta lag hefur diskinn með því að tala um spillingu og tala um að heimurinn sé að fara í stríð. Mjög gott lag og vel gerðir textar.
2. Drug Music- Hér kemur í heimsókn Large professor. Lagið byrjar að tala um ástkjæran frænda ill bill og Necro sem heitir Uncle howie sem lagið hans necro Ineed drugs fjallar um. Takturinn er allt í lagi. hef heyrt betri takta eftir Prófessorinn. gangster rímur þeirra um hverfið og hvað þeir eru miklir Thugs.
3. The C.I.A. is trying to kill me- Hér er necro mættur til leiks með Einn besta taktinn á disknum. Hér eru Non Phixion að flýja C.I.A. Hóta að drepa þá sem fokkast í þeim og ef einhver segir til þeirra drepa þeir hann. Mjög gott lag vafalaust eitt besta lagið á þessum disk.
4. If you got love- Pete Rock mættur með sitt Innlegg á disknum. Flott og einföld kött frá Pete Rock í byrjunina á laginu. Flottur taktur. nafnið hljómar eins og ástarlag, en þetta er gangstar lag. Fínar rímur hjá þeim öllum.
5. There is no future feat. Necro- Necro mætir hér enn og aftur til leiks sem rappari og producer. Takturinn er ekki alveg að meika það að mínu mati. Þessi Synthar gera það leiðinlegt. bassin fer í taugarnar á mér. Viðlagið er ekki upp á marga fiska. Rappið hjá Necro hart eins og vanalega rappið hans er betra en takturinn hans þótt að það sé tvennt ólíkt. Finnst þetta lag lækka niður einkunn á disknum.
6. Uncle Howie- Hér er frændi þeirra að tala um að hafa riðið kerlingu sem hélt framhjá honum því hann væri með stærri tittling en karlinn hennar. þetta er fyndið shit
7. Rock Stars- Líklegast besti Producerinn seinustu ár mættur í heimsókn… Auðvitað er ég að tala um Primo. DJ Premier er með flottan takt hér og maður heyrir strax stílinn hans. Köttin frá honum alltaf jafn flott og einföld. Rímurnar hjá köppunum fínar. Samt en eina Thug ríman þeirra um hvað þeir séu mikið með dóp og þannig dót.
8. Say goodbye to yesterday- Já, hver annar en necro mættur með taktinn hér. Klikkaður taktur. Já necro getur gert lélega takta eins og við heyrumð í lagi 6 en hér kemur hann aftur með feitan bít. Rappið þeirra er mjög flott og góðir textar. Þegar söngkonan kemur inn í lagið kemur meiri tilfinninga þrungi í lagið. Mjög flott lag. Eitt það besta á disknum.
9. Black helicopters- necro með góðan takt… ég reyndar of spilaði þetta lag fyrir 2 eða 3 árum. þetta er elsta lagið á disknum held ég, eina fræga gamla lagið þeirra sem kemur hér á disknum. þetta lag held ég að flestir hiphop hausar þekkja vel. Fínt lag.
10. Strange universe feat. MF Doom- Necro kemur því miður aftur með leiðinlegan takt. Þessi taktur er því miður Hörmung. Ég vorkenni MF Doom að þurfa að vera gestur í þessu lagi. Þetta er öðruvísi en öll hin lögin á disknum.
11. Cult leader- Dave one kemur hér með takt sem alveg mjög fínn taktur. hér kemur Íslands vinurinn DJ A-Trak í heimsókn og skankar smá. Þetta er ekki með verri lögunum á disknum en ekki heldur með betri… bara milli dót. Rappið er skilað vel eins og þeir gera alltaf.
12. It´s us- Hér Prófesorinn Large Professor mættur aftur- Feitt lag með mest grípandi viðlagi disksins. Þarna eru þeir að tala um sjálfa sig aftur og hljómsveitna og soleiðis. Mjög flott lag… en og aftur MAD beat.
13. sucide Bomb feat. beatnuts, Al Tariq, Marly metal & Moonshine- Ju ju, ja það er producerinn i þeessul lagi, en hann er í Beatnuts crewinu. Æji ekki minn stíll, en þetta lag er alls ekki lélegt. Ég myndi ekki nenna að hlusta oft á þetta lag.
14. Where you wanna go- Howie mættur aftur að tala skít um tónlistina sem frændur hans gera.
15. We are the future- Large professor með beat. Flottur taktur, Þeir eru framtíðin segja þeir í konsepti lagsins. þetta er flott lag, ég fíla þetta. Tölvuhljóðin eru flott í laginu
16. The C.I.A. is still trying to kill me feat. Steph(Deftones og Raymond(fear factory)- Hér kemur framhaldið af lagi númer 3, já þetta er Rock út gáfa með 2 Rockstjörnum. Segjast “still have the real hiphop” samt eru þeir að rokka þetta. En þetta er alveg fínt lag betri en önnur lög á disknum. það er kraftur í laginu sem gerir það cool.
Þessi diskur er Mjög góður, mætti sleppa 2-3 lögum til að gera þetta fullkomið. En já, góðir gestir og mikið um góða produceringu. Ég er að fíla þennan disk fyrir utan 2-3 lög. Ég ætla ekki að gefa honum stjörnur heldur, held ég mig við gamla 0-10 skalann. Ég gef þessum disk 8 myndi vera meira ef það hefði sleppt 2-3 lögum. En rímurnar nær perfect.. póltískt, þeir tala um Thug líf þeirra og þetta er feitt shit.
heildar einkunn verður 8
Ég fékk þennan disk í skífunni en ég veit að hann hefur verið til í Japis og er líklegast til í Þrumunni á Laugarvegi.