ÉG ætla að gefa álit mitt á nýjasta disk Afkvæmi Guðanna ssem er þeirra önnur breiðskífa en þeir félagar gáfu út diskinn Dæmisögur árið 2001..
01. Intro- Þetta er intro og ekkert meira um það að segja nema að það hefði mátt gera betra ..frekar leiðinlegt.
02. Altarisganga- Fínt lag og fínn taktur hjá Eika . Í þessi lagi rappar Elvar einn og gerir það með stakasta prýði. Fín textasmíð og viðlagið einkar glæsilegt.
03. Hvað get ég gert- Frábærlega skemmtilegt lag þar sem Elvar stendur undir nafni sínu Kaldhaedni! Einkar skemmtilegur texti. “Sumir segja að ég sé að selja sál mína þau mega væla fyrir því/því fólk sem hengur með Rottwiler upp á sviði er frægari en ég/ Sumir eru ekki einu sinni rapparar, ég vona að þessi óvissa sé draumur/ Því ég fæ ekkert á meðan þeir taka á móti tónlistarverðlaunum..Úff tónlistarbransinn hlýtur að vera harður.
04. Þegiði- Þetta lag finnst mér mjög gott , finnst skrítið að það hefur ekki verið meira rætt um það. Fínn taktur og flottur texti. Það hlýtur að vera erfitt að vera Elvar!
05. Öryrkjabandalagið(ásamt 7Berg og Dóra DNA )Fint lag … Ekta monntlag þar sem þeir dissa internet mc´s og fleiri . Ég varð samt fyrir einum vonbrigðum með þetta lag og það var textinn hans Stjána ( no hard feelings) Ég veit að hann getur gert betri texta.. Annars ágætis lag..
06. Rigning á heiðskýrum degi- Mjög svo flottur taktur og true drama lag. Frábær texti og vel útfært hjá Elvari. Það var gert myndband við þetta lag sem mér finnst hreint út sagt lélegt. En enga síður frábært lag.
07. Mig vantar- Skemmtilegt lag þar sem þeir félagar tala um hvað þeir séu blankir . Skemmtilegur texti og takturinn hentar einkar vel fyrir þetta lag. ” Sumir segja að ég líkist Mezzias og þó ég viti að hann á rímuna/ Þá næ ég samt oft í pening fyrri viltu með mér vaka smáskífuna/ fokk rapparar sem meika það meðan ég ráfa götuna/ Spá í að hringja í o,t og biðja hann um hjálp að bootlega rottweiler plötuna“.
08. F.Y.B.- Skemmtileg lag þar sem Stjáni dissa Mezzias, Igor , o.f.l. ” mér er sama um samstöðu ég mun aldrei verða boðberi friðar“ , ”Því ef einhver gefur málfræði upp á bátinn hefur hann engu að tapa“.
09. Tínsur- Í þessu lagi´ásamt næstu tveim lækkar diskurinn í gæðastaðli en nær sér svo rækilega aftur upp í síðustu 4 lögunum. Þetta er bara bithces and hoes lag , þar sem þeir félagar tala um hvað tjellingar séu óðar í þá. ” Því að þegar hættu að hringja í mig varð vinsælt þá byrjuðu þær að hringja “
10. Upp með hendurnar- Þessi útgáfa er skárri en á Rímnamín ( símaröddin). Þetta lag er svona alltílagi en ekkert meira . Samt sem áður ágætur texti og finn taktur þar sem Grýlu vocal er samplað.
11. Stöðva partýið- Frekar leiðinlegt lag , hefði mátt gera betur úr þessu topic-i. En ég vil spyrja Stjána að einu ” Hringja tíunda bekkjar beyglur í þig?“
12. Skuggi 2- Hver man ekki eftir Skugga á Dæmisögum , hreint út frábært lag og ekki er þetta síðra. Frábær takur og mjög svo góður texti. ” lífið stærsta orðið sem hefur komið af mínum orðum/ nema ég er að reyna að drepa spurningar með þú leita að svörum“
13. Þjóðernishyggja- Flott lag og mjög svo góður texti hjá Elvari , sýnir að hann getur verið pólitískur rappari. Þetta lag er bara svona týpisk kvörtun á ástandinu á í heimunum en einkar vel útfært.
14. Efnishyggja- ”Vá" , segi ég þegar ég hlusta á þetta lag . Hreint út frábært lag og frábær texti. Eitt besta íslenska hiphop lag sem hefur verið gert. Einnig mjög flottur taktur hjá Palla , sem fer á kostum á þessum disk.
15. Orðin standa eftir ósögð' Flott lag, ég hafði lesið textann á þessu lagi sem og á nokkrum öðrum á þessum disk og fannst þetta vera frábær texti ( nær að koma tilfinningum sínum vel út í ljóðformi) . Mjög góður texti og flottur taktur.
Niðurstaða- Mjög góður diskur , besti íslensi rappaði hiphop diskurinn sem gerður hefur verið. ´Ná að fylgja vel eftir frábærum frumburði sínum Dæmisögum. Framför í textagerð og beittari lög á þessum disk . Palli fer á kostum með producer-ingu sína á þessum disk og hefur verið lofað mikið fyrir hann. Þessi diskur einkennist af frábærri textagerð og góðum töktum.