Hugleikur skrifaði:
Ég ákvað að skrifa niður smá Review á nýja Sole diksnum, Selling Live Water
þó hann sé eiginlega ekki kominn út ennþá (14.jan release date). Ég er búinn
að hlusta mikið á hann síðan ég fékk þetta copy upp í hendurnar og verð að
segja að þessi diskur er algjör snilld að mínu mati.
_________________________________________________________________________________
1. Da Baddest Poet = Byrjar mjög laid-back með flottu trompeti í bakgrunn og kemur
síðan inn af krafti. Mjög gott lag og eitt af 5 bestu á disknum. Flott rapp eins
og venjulega hjá Sole.
2. Shoot The Messenger = Kraftmikið rapp yfir frekar rólegt lag.
Mjög flottar trommur og flott breyting á laginu fram og til baka.
3. Salt On Everything = Fyrsti single-ið af plötunni. Mjög rólegt lag í byrjun með
klukkutakt í bakgrunni sem springur síðan út í flott gróft sampl og röddin hans er með
flott disortion á meðan það sampl gengur. Lagið skiptir síðan á milli takta nokkrum
sinnum.
4. I Hope You Like My Stupid Painting = Mjög stutt lag og textinn fjallar um málverk
og hann er að afsaka sig fyrir að kunna ekki að mála. Svolítið kúl hvernig hann
fær disortionið til að hljóma svona vel, hefði samt aldrei gengið í heilt lag.
5. Respect Pt.3 = Gott lag með flottu viðlagi og góðum texta. Snilld hvernig hann
samplar Portishead inn í viðlagið í endanum á laginu…
6. Tokyo = Byrjar á bongotrommum og svo kemur Sole inn með mjög hratt rapp og síðan
kemur taktur yfir. Hratt lag með flottum bongotrommum og virkar mjög ólíkt Sole.
7. Plutonium = Byrjar á skip beat trommum en svo kemur þetta yndislega píanó inn
og grípur mann alveg um leið. Snilldar pródúsering á þessu lagi og vel unnið hvernig
sem horft er á það.
8. Sebago = Mjög bangin´ trommur og svolítið skemmtilegt sírenu-type hljóð sem hoppar
milli left-right. Ágætt lag en ekki eitt af þeim bestu.
9. Slow Cold Drops = Rólegt lag í bakgrunn og aðaláhersla lögð á textann hjá Sole sem
kemur vel út. Svo breytist lagið eftir mínútu og verður aðeins kraftmeira og í endanum
kemur inn flottur effect sem gerir lagið enn flottara.
10. Pawn In The Game Pt. 1 = Fyrri hlutinn í þessu tveggja parta lagi er mun kraftmeiri
en seinni parturinn og vel pródúseraðar trommur í þessu lagi og kúl sampl. Eftir mínútu
kemur síðan inn mjög ekki-Sole-legt sampl og hljómar mjög undarlega, flott samt.
11. Pawn In The Game Pt. 2 = Seinni parturinn er mjög rólegur og röddin hjá Sole er mjög
flott en svo kemur allt í einu inn eitthvað djók viðlag og Sole fer meira að segja að
hlægja á meðan og það heyrist í laginu. Mjög laid-back kúl lag…
12. The Priziest Horse = Annað flott trompet sampl sem heldur laginu uppi með flottum
“busy” trommum. Ágætis lag en ekki eitt af mínum uppáhalds.
13. Teepee On A Highway Blues = Algjört snilldar lag og eitt flottasta sampl sem ég hef
heyrt. Sole stendur sig mjög vel með flottan texta og flott rapp og bassinn er frumlegur
og flottur í laginu. Uppáhalds lag mitt af disknum og ég fæ aldrei leið á þessari
snilld. Besta lagið á disknum.
14. Selling Live Water = Titillag plötunnar. Byrjar ekkert sérstaklega vel en batnar
mjög eftir fyrsta versið. Rafmagnsgítarsampl sem minnir svolítið á Daft Punk og píanó
sem kemur flott inn. Fínn texti eins og vanalega. og flott vinnsla.
15. Ode To The War On Terrorism = Ekki “lag” þannig séð. Frekar bara svona endir á
plötunni með einhverju skrítnu tali og effektum.
_________________________________________________________________________________
Í heildina séð er þessi diskur frábær og batnar við hverja hlustun. En þeir sem vita
eitthvað um Anticon og hlusta á þeirra artista vita við hverju er að búast, meðan hinum
finnst Sole kannski of “Arty”. Mjög professional og flott production í gegnum allan
diskinn og Sole stendur sig mjög vel í öllum 15 lögunum. Flottir textar og flott rapp
sem passar vel inn í lögin og ná að halda rétta andrúmsloftinu í öllum lögunum.
Þessi diskur er mjög frumlegur eins og Sole er vanur að gera og ég mæli með honum
fyrir alla hiphop áðdáendur.
4/5 stjörnur.