Geðveik plata sem sannar að hiphop er langt frá því að deyja. Nas sýnir enn og aftur hversu fokking ill hann er. Að mínu mati líklegast einhver besta plata ársins hiklaust. Nas velur sér meira að segja óvenjulega góða takta á þessum fyrsta disk sem hann gefur út hjá Def Jam
Einhver sagði að Indie rappið væri besta rappið(að hans mati) þá verð ég á mót að segja að mér finnst það ekki satt… Margt gott Indie rapp til, en margt hrikalegt sorp bara eins og í mainstreaminu.
Það sem er að drepa rappið er þessi suðurstranda baktería eins og D4L, Franchize Boys, Jibbs, Ying Yang Twinz, Lil Wayne o.fl. Þessir andskotar hafa ekki neina textanlega hæfni og varla neitt flóv. Bara skítleiðinlegir gaurar sem hafa ekkert að segja með Catchy innihaldslaus viðlög. Samt eru til ill suðurstranda guttar eins og Ludacris, T.I og Young Jeezy.