Lesandi eða hlustandi reynandi að vera lærandi
en sama hvað ég reyni ég verð bara ekki færari
sjáandi þessar sláandi rímur eða heyra þær á bandi
reyna að verða jafngóður og þeir, er ég fáviti?
gengur aldrei ég hef skrifað það margar rímur
að alla vega ein ætti að innihalda jafnt sterkar punch-línur
en ég enda uppi notandi sífellt sömu rímorðin
og að hafa vit í orðaleikjum, nei bara í símanum.
Reyni að prufa nýja hluti innrím eða helling af rímandi atkvæðum
gengur ekki frekar en megrúnakúr plús óverdóz af magaæfingum
er að snappa, fokkin brjálast ganga af göflunum
reyna´ð rappa, mun fokkin sálast og kem ofan úr fjöllunum
þegar einhver stígur upp og segir að þetta sé flott hjá mér
mér þætti gaman að sjá þig pósta rímum oftar hér
og það er drifkraftur minn og líka það að komast á geisladisk
en til þess þarf ég rezpect þess vegna er ég sá sem dissar minnst
svo þarf ég líka pening en ég get ekki sparað því ég fer alltaf að eyða fyrst
í áfengi eða álíka fokkin pointless shit, og verð svo fokkin pisst
aðalega út í sjálfan mig en einnig þessa ofur-rappara
líkar betur við jafningja eða einfaldlega glataða
því þá fæ ég það á tilfinninguna að ég sé bara virkilega góður emmsí jó!
og það er víst það eina góða sem ég get fundið um heimbæjinn ísó! :)
Stundum líður mér einzog ég ætti að hætta rímur að skrifa
og fara bara að hlusta, því að hinir eru svo miklu betri við það
en þá man ég það, þetta er einzog bæjarvinnann
skiptir ekki máli að vinna bara vera með og chilla
kannski hitta hina grípa í mæk og spitta
allir í gúddí fíling og svo kannski battla litla titta
og enda kvöldið á góðu fylleríi, sukki og svíneríi
eyða kvöldinum með Binarí Star og öðrum hiphop fíneríi
En svo vakna ég daginn eftir með sömu pælingar
á ég að halda áfram, ég næ ekki einu sinni tuttugusta sæti mar
í batlkeppni með tíu keppendum, ég enda í hnappheldu
ekki alltmeð feldu, klúðra línunum mínum og í fyrsta batli felltur
en ég spyr er aðalmálið rímur spunnar upp á staðnum
eða í textagerð og eða hendingu, nenniggi að standa í veseni maður
svo hér með er ég hættur að nenna að spinna upp, ikkað bull
sem er hljómar einzog visku-gull en í raun er bara spittað rugl
og þar með mun ég einfaldlega skrifa meira niður og æfa þannig
og hver veit nema rímurnar mínar enda uppi sætar einzog nammi