Ég tek mér töfrasprota og þyl mínar galdraþulur í hann og hann dreyfir þeim
Með þessum sprota finnst mér ég geta látið heyra í mér út um allan heim
Án hans væri ekki hægt að galdra fram góðri stemmingu á tónleikum
Ef sprotinn væri ekki til myndi aldrei heyrast textar í mínum tónverkum
Þá væri bara taktur sem myndi ganga, ég gæti ekki komið fram mínum skoðunum/
Ég vill bara fá hljóðnema og takt og þá get ég gert hvað sem er með hiphop hljómunum/
Sem ég framkvæmi með töfrasprotanum, ég dreg rímur undan galdra hattinum/
Fer með allar galdraþulurnar mínar á íslensku en ekki á latínu
Ég læt álög á alla þá sem koma á showin mín svo að þeir munu mæta aftur og aftur/
Því að með hverju showinu kemur meiri og meri kraftur sem er sagður
Vera einhvað sem leynist í galdraþulum hvers og eins rappara sem kunna að nota töfrasprotann/
Svo athöfnin þeirra upp á sviðinu verði ógleymanleg og þegar þeir stíga niður fá þeir gott klapp/
Rapphljómsveitir í dag kunna sko að galdra, lögin þeirra sem við heyrum renna/
Ljúft í gegnum eyrun, það væri skelfilegt ef enn í dag væri gerð galdra brenna/
þá yrðu öllum röppurum hent á bál ásamt taktasmiðum og plötusnúðum
En það mun aldrei gerast því þá væri ekkert hlusta á neitt annað til að fá sama kraft sama púður/
þetta er fyrsta erindið, þið verðið bara að heyra seinna erindið í laginu sjálfu, endilega commentið þið.
Kveðja
Gaui Ramses