frekar gamall texti..
(Verse 1)
Sá tími kemur hjá flestum að sól þeirra sest
miðpunktur í þeirra lífi sígur bak við dimman klett
og skugginn, myrkrið, sorgin finna sér auðan blett
en hvað get ég gert? svona er lífið bara ömurlegt
maður jafnar sig oftast en það getur verið helvíti
og ef ég á að segja sjálfur frá fer það oftast vel við mig
það fer vel við mig ég hef svo ömurlega mikla reynslu
af hverju ætti guð að taka eftir peði eins og mér og gera að mínum meinum
ég græt gráum tárum, fullum af minningum
ég geng um í sárum, útaf sviknum skuldbindingum
er ég eltur af árum? útaf mínum syndum?
fyrir örfáum árum, flaug lífið áfram eins og vindur
ég loka augunum og ég hugsa um stundirnar
lífið var góður draumur og ég sem hélt þér hefði fundist það
svo segir vinafólk mitt “kommon helgi, þú jafnar þig”
ég gaf henni ást, ég gaf henni hlýju ég gaf henni allt sem hún hafnaði
ég gaf henni allt sem ég hafði að gefa, ég hef aldrei elskað svona áður
og þessvegna hef ég heldur aldrei áður verið svona smáður
allt lék í lyndi, aldrei á mig rigndi
en svo í skyndi, þennan morgun vaknaði við það að síminn hringdi
röddin var svo mjúk í símanum mér leið svo vel að heyr'ana
en þegar hún sagðir mér fréttirnar vildi ég deyja, meira en allt
allt snerist við, ég labbaði gnístandi tönnum um húsið
breiddi sængina yfir lífið er ég komst uppí rúmið
og þá gerðist það, sem ég bjóst ekki við
ég felldi tár.. af sorginni varð ég hertekinn
sól mín hafði sest, hún rís ekki aftur á næstunni
og þú skalt muna það að Helgi grætur þig
(Chorus x2)
er það sorglegt af mér að ég skuli ennþá elska þessa stelpu
ég hef þolað margt en fyrir þetta var ég ekki nógu sterkur
ég viðurkenni að í djúpum söknuði blotnar í mínum kverkum
og ást sem hélt mér uppí skýjunum kemur til baka sem hausverkur
(Verse 2)
núna er liðin vika síðan ég settist niður við skriftir seinast
ekki búinn að jafna mig en dýpstu sárin þau seint gleymast
samt verð ég að viðurkenna að mér líður miklu betur
seinasta ár bara leikur, ég tek mig á í vetur
ég tek mig saman í andlitinu, sinni náminu af miklum krafti
ég ætla líka að semja meira og eltast minna við meyjarhaftið
ég ætla að vinna eins og mér er ætlast til og finna mér einhvern sálarfrið
undirbúa framtíðina, byggja upp eitthvað sjálfur sem að hentar fyrir sjálfan mig
það gerist ekki á einni nóttu en einhverntímann vonandi
þótt ég sé ennþá sár og dapur er feginn að eiga þig sem vin
mér líður miklu betur að við skulum geta spjallað við og við
ég sakna þín samt mikið og í draumum mínum er ég kallandi á þig
en nóg komið af blaðri svona hefur þetta verið undanfarið
fyrstað sólin mín er farin verð ég aftur einfari
ég fer mína leið, þú þína öfugt við það sem var fyrir rúmri viku
nú labba ég einn eftir götunni, mæti stiku eftir stiku
ég hugsa um þig stanslaust einmanalegu kvöldin myrku
hafði hugsað mér lengra samband en hjartað var bara skilið eftir rykugt
ég kveð þig núna þó að ég heldað það væri best
að við slítum aldrei vinaböndin þó sólin sé nú sest
(Chorus x2)
er það sorglegt af mér að ég skuli ennþá elska þessa stelpu
ég hef þolað margt en fyrir þetta var ég ekki nógu sterkur
ég viðurkenni að í djúpum söknuði blotnar í mínum kverkum
og ást sem hélt mér uppí skýjunum kemur til baka sem hausverku