Trabant eru aðallega í einhverjum svona 80's syntha pælingum í bland við swing og rokk og eitthvað svoleiðis rugl. Ég held að það sé best að lýsa þessu sem svona.. heimskulegri tónlist. En hún er samt geðveikt skemmtileg finnst mér. En mér finnst mjög sorglegt að deríkvín sé ekki lengur til. Því það var ágætis ís, þó svo að hann hafi kostað jafn mikið og bíll. En.. hann var samt betri á bragðið en bíll. Svo var hljómborð/saxafón leikarinn í trabant að reykja hassis áður en hann steig á svið, sem mér finnst afar djarft að gera kl 5 á ingólfstorgi, en það er bara kúl. Þó svo að kanabisreykingar séu frekar mainstream tískufyrirbæri.