Hvað jafnast á við það að taka sér blað og penna í hönd?/
og hverfa frá um stutta stund inní ímynduð lönd,sem eru manni sem felustaður,sannkölluð vin í eyðimörkinni/manni finst mar vera öruggur einsog Nóa leið í Örkinni.
En auðvitað er það bara blekking,en hún er líka góð í hófi/
einsog kannabis í góðu tómi,ómi mín orð sem lengst
Lítilsmetin verður mín þekking,ef ég verð talinn sá óði/
svo ég hvísla brotnum rómi,”salir hjarta míns hafa þrengst”
Engist um af kvölum,inní þessum sölum oní djúpum dölum steinvölum sínum síðustu kastandi/rói manna raskandi,af örvantingu öskrandi,en það er það eina sem ég get gert í þessari stöðu.Hröðum skrefum geng ég í burtu frá veikburða persónuleikanum
og finn mér nýjan sem hæfir tíð og tíma/
skifti um leið um kennitölu,dna,blóðflokka og síma/
sem nýr maður við raunveruleikann ég ríma.
Endurnýjaður,nánast byggður upp frá grunni/
þunglyndi sem var áunnið við sláum niður
og sáum svo í jarðveginn frjóann,segum skilið við huganns sljóann/
og höldum svo af stað því þeir fiska jú sem róa.
Hóa svo saman liði allra þeirra semað hugsa öðruvísi/
allra sem synda á móti straumnum í stað þess að bíða eftir að aldan sem hæst rísi.

————————————
Ég held ég sé að tapa glórunni,og það óttast ég svo mjög/
ég finn fyrir því á nóttunni þegar andvökuástand breytist úr einstæðum atburði í óskráð lög.
Og um daginn mætti ég sjálfum mér og lagðist til atlögu með heimagerðum rýtingi/
en ég vék mér undan í snatri og svaraði skjótt með djúpu hatri og skætingi
öskraði: vík frá mér satan,þú minnir á minn innri mann og ég hat’ann/
ég er orðinn hundleiður á þínum stælum og þetta var kornið sem fyllti mælinn.
svo ég reif sjálfið sundur í fimm parta og ganga fjórir í hverja höfuðáttina/
byggja sér heimili í í hverjum landshluta en sá fimmti er einn eftir utangátta
Ráfandi um og vill leita sátta/en enginn vill við hann tala/
svo hann finnur sér heimili í ræsinu innan um vændiskonur og æðruleysissala.
því allt er falt,fallvallt einsog veisluborð sem tillt er uppá frístandi snoker-kjuða/
ei meir kastað teningum, heldur er í réttar hendur þrýst réttu magni af peningum,og það látið duga/
í þungskýuðum himni myndast glufa/
og í þann mund er maður býst við að taka á móti litlum sólargeisla þá þá kemur ískalt hagl brunandi af himnum og reiði guðs í hold manns meitlar/
og blóðið það seitlar, og rennur niður hálsmálið/
samblandast svita mínum og tárum er ég fell á hnén og í örvæntingu bið þess að brátt batni ástandið
en svo gerist ei ,fyrren partar sjálfsins sameinaðir eru á ný/
og aðeins þá kemur betri tíð.

comment velkomin