Ég veit að ég hef póstað hluta úr þessu áður en hérna kemur full version af henni. Endilega komið með comment…
(chorus 2x)
ef við sæjum vandræðin fyrir myndum við hlaupa fjallið yfir
en það er svo mikið sem sjáum ekki fyrr en það er fyrir
það er sama hvern þú spyrð enginn segir þér hvernig þú lifir
það fattar bara hver einasti fyrir sjálfan sig
(verse1)
eini hluturinn sem þú veist er að einhvertímann vaknarðu upp dauður
hvort sem þú eyddir lífinu rétt eða dóst nauðugur
þú eltist við eitthvað sem aldrei verður eða kemur
fyrr en skemur, kemur stundin sem guð við dauðann semur
stundin er liðin sérðu eftir einhverju?
eina sem kemur mér í hug er hvernig þú eyddir lífinu
stóðst í sama stríðinu. pældir ekkert í tímanum
hugsaðir um falsverðmæti, óðst um í villu
núna þegar það er komið að því að mæta örlögum
þegar þú loksins fattar hvernig þú eyddir þínum ævidögum
hlaupandi um eins og hálfviti í leit að eitthverju valdi
þetta var yfirborðið semað hélt hjarta þínu í haldi
græðgi sem kom út með engu nema tapi
stattu á gati en trúðu mér ég segi ekki allt í plati
mettaðu þig með hatri og beindu því að mér
stattu á gati en trúðu mér ég segi ekki allt í plati
þetta eru viskuorð sem þú skalt leggja á minnið
lærðu núna það verður of seint er þið ykkar köllun finnið
hugsið um framtíðina, sönnum vinum og fjölskyldu þið sinnið
þið þurftið að synda yfir dýpið áður en þið finnið grynnið
(verse2)
maðurinn er veiklyndur og maðurinn efast
maðurinn trúir sjaldan á það sem að aðrir reyna að gera
tala niðrandi um fólk í stað þess að veita því stuðning
það er alltof mikil neikvæð orka og það er ekki spurning
ég ætla mér gott líf í allri minni framtíð
hvort sem ég hef stuðning frá öðrum eða stend aleinn að því
bókvitið verður ekki í askana látið
en ég bið ykkur um að hlusta bjartari tíma þið sjáið
ég lít alls ekki á sjálfan mig sem guð
það eina sem að ég vill gera erað hjálpa okkur
það er á allra manna vörum að heimurinn er á leið í glötun
en við gerum ekkert við bara stöndum og störum
við erum ekki á förum það er enginn annar svona staður
ég get ekki gert neitt einn því ég er jú líka bara maður
en þetta þvaður er sannleikurinn upp málaður
hvenær gerum við nógu stór mistök til að heimurinn verði aldrei samur?
þessa daga sem stríð geysa. allt er hneysa
litlir strákar hnupla úr búðum meðan morðmál þarf að leysa
efað við sæjum vandræðin fyrir myndum við hlaupa fjallið yfir
en það er svo mikið sem við sjáum ekki fyrr en það er fyrir
(chorus 1x)
ef við sæjum vandræðin fyrir myndum við hlaupa fjallið yfir
en það er svo mikið sem sjáum ekki fyrr en það er fyrir
það er sama hvern þú spyrð enginn segir þér hvernig þú lifir
það fattar bara hver einasti fyrir sjálfan sig
(verse3)
dulspekispælingar frá lífi eftir dauðann í andasæringar
ég færi hvert sem er á jörðu til að læra eitthvað
ég færi þangað sem mér sjálfum finnst vera rétt
geri allt til að ná takmörkum mínum ég veit að lífið er ekki létt
og það gildir fyrir alla draumóramenn eins og mig
lífið er alltof erfitt en án vonar er lífið helvíti
stundum pæli ég hver er tilgangurinn með tilveru okkar
allt fer upp og niður og óþægindi eins og þegar hestur brokkar
þetta eru bara hugsanir mínar komnar í vel læsan texta
ég pæli ekki í öðru en hvenær mun sælan bresta
hvenær mun trúarleysið yfirbuga okkar presta
og það versta er að enginn gerir neitt til að stoppa þessa
ógæfu sem nálgast okkur eins og hvirfilbylur
stefnir á yður því miður nú til dags er ekkert sem heitir friður
aðeins vopnahlé og það eru alltof fáar undantekningar
eins og mezzias er ég boðberi friðar er ég mæli þessar steningar
fjandinn hirði hegningar, refsingar gera bara illt verra
þeir sem refsivaldið hafa eru bara sjálf sig að sperra
og þið þekkið málsháttin um þá sem stunda það
“ef þú sperrir sjálfan þig upp minnkarðu hundraðfallt”
(chorus 4x)
ef við sæjum vandræðin fyrir myndum við hlaupa fjallið yfir
en það er svo mikið sem sjáum ekki fyrr en það er fyrir
það er sama hvern þú spyrð enginn segir þér hvernig þú lifir
það fattar bara hver einasti fyrir sjálfan sig