Ég kalla mig því ofurfrumlega nafni MC Hvati. Aðal ástæðan fyrir því er sú að ég heiti Sighvatur og hef verið kallaður Hvati í nokkur ár, reyndar hefur amma mín kallað mig þetta síðan ég man eftir mér. Svo þegar ég byrjaði að rappa ákvað ég bara að halda mig við þetta nafn en setja bara MC fyrir framan. Svo kalla ég mig stundum MC Sporðdreki vegna þess að ég er með sporðdreka húðflúr á handleggnum, ég er í sporðdrekastjörnumerkinu og sporðdrekar hafa alltaf heillað mig.
Rétt eins og Effi er ég í Ásunum en þar sem við erum tiltörulega nýbyrjaðir og ég mikið að vinna í sumar höfum við lítið getað tekið upp. Við erum þó komin nokkuð langt með eitt lag, okkur vantar bara sampl og svo taka upp. Vandamálið er bara það að við kunnum ekkert að búa til sampl. Við höfum Reason, FruityLoops 1&3 og Acid 2.0 en við kunnum bara einfaldlega ekkert að nota þau til að búa til sampl. Effi er búinn að tromma í 4 ár svo að takturinn er ekkert vandamál.
Fylgist samt með því við munum setja eitthvað á netið eða eitthvað álíka von bráðar…
Ágætt í bili…<br><br><a href="
http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Hvati</a