hvernig á að vera kúl, fyrsti Hluti: Tónlistarsmekkur, klæðaburður og útlit.(sagt eins og útvarpsauglýsing)
Það fyrsta sem þarf að gera
er einfaldlega að vita hvað er kúl, hvað sé um að vera
því ef þú blastar Rottweiler niður laugaveginn
mun þríhöfðaður hundur Hadesar af þér vinstra eistað skera
þegar þú ferð til Helvítis!
fyrir vanvisku í stílbrögðum
því í þessum orðum sögðum er ABBA og Illi Vanilli aftur inni
Tískan fer jú í hringi
og það er aftur orðið sjík að bera stóra feita gull hringi
á minnst átta puttum
og að sofa hjá átta ára guttum
svona forn grísk endurvakning, endurreist er endurreisnin
Dásömuð á ný endurelfd ungrassafreistnin
Föt eiga þó ekki að vera hvít lök og sandalar
en einnig er bannað að klæðast flíkum sem voru í búðum falar
Maður á að sauma allt sjálfur úr náttúrulegum efnum
káli, berki eða laufblöðum og alls ekki að skýla vissum stöðum
samkvæmt nýjum ofursvölum núdistastefnum
eiga kynfærin að sjást svo fólk viti hverjum maður sýnir ást
öllum stundum en ekki bara stundum.
það eru nú 4000 ár síðan við fundum, upp hjólið
svo það er deeeeefinitlí ekki lengur kúl
og þó það sé púl, þá nota allir nú sem móðins eru
dekk sem mynna á lögun lítillar peru.
Líkamlegt atgervi skal einkennast af einu: feitt er fallegt
löngum höfum við verið blekkt, af illum læknum
akfeitum lyfjatæknum, sem vilja allan matinn
og segja okkur því að vera grönn sem strengdir vírar
skinn og bein eins og kartöflusnauðir Írar,
en ekki lengur mun ég vera eins reim í lakkskó,
heldur líkt og “feitur skóþvengur” (sagt eins og…)og éta miklu, miklu meira en nóg, já.
Hvernig á að vera kúl, Annar hluti: samfélagsleg staða, áhugamál og tungutak. (sagt eins og útvarpsauglýsing)
Það að vinna, starfi sínu sinna
fer mér ekki vel, ég slíkt öðrum fel
enda vinna bara fyrir fólk sem á ekki mömmur
eða pabba, afa eða ömmur eða bara einhvern til að lifa á
fyrir aumingja og grey sem ekki fá, allt upp í hendurnar
sem þurfa um sig sjálfir að sjá
það er ekki kúl að hafa áhuga á íþróttum
og að tala um bíla er álíka flott og að hafa áhuga á veirum og drepsóttum
maður á að hugsa um klám, playstation og trjárækt
annað í lífinu er með öllu ómarktækt
eins og þú bærir saman indland og íslenska fátækt
þá væri fásvinna að segja eitthvað vera þessu mikilvægara.
Nú mun ég tala um orð sem vel í munni fara
eitt þeirra er “bara” því við lifum á öld skeytingarleysis
“800.000 manns voru drepnir í Súdan” “akkuru?” “æ, Bara”
svo er kúl að segja ýkt og brundur og að tala um ýktan brund
og svo ríma brund við kvennmanns nafnið Hrund.
á meðan maður jóðlar orðið “fyrirþvaglátssársaukastund”
Einnig er “pöndisktott” flott, “ljóðheltur” kúl
en “vinstriaxlarfrumukelling” er orðið dáldið þreytt og óldskúl.
Hvernig á að vera kúl, Þriðji hluti: Samskipti kynjana, önnur tjáskipti og rapp. (sagt eins og útvarpsauglýsing)
stelpur eru óvinir manns og maður á aldrei á sjást tala við þær
“stelpan er typpalaus frík með brjóst sítt hár og klær,
hún hugsar um kynlíf og sér of oft þvær”
(sagt eins og heimildarmynd)
bara lúserar sem vita ekki að í pepsi eru sterar
og að empire state er ný da hæsta hús jarðar
Hanga með þeim, dansa balett og heita Tómas eða Garðar
já stelpur eru fyrir hooooomma.
Þegar talað er við annað fólk
byrjar maður á að mynda með höndunum ílangann hólk
og mælir leyniorðinn “heill sé jurtum”
og hinn svarar “og dýrum íslenskum fötum úr húðum af dauðum urtum”
því næst næst má tala að vild
en þó ekki segja “já, nei, svart og hvít”
“grátt” má segja eftir því hvort úti sé Kalt eða hlýtt,
og hvort maður sé í vesturbænum eða nesinu eða einhverjum öðrum stað
það er nú ekki flóknara en það.
Svo þegar fólk er að rappa
má ekki vera eins og SESAR A eða Blazszsrockca!
(sagt eins og þeir bræður)
en annars má allt nema að sletta ensku
segja “garðarshólmi” eða “æ rúl”
farðu nú eftir öllu því sem ég hef sagt, og þá verðurðu kúl,
bæ.
Ekki taka þessu mjög svo væga böggi mínu sem einhverri alvöru, þetta átti bara vel við og vissulega eru bræðurnir með torkennilegann stíl.
Hans Lingo Hálfviti.