Ég opnaði augun / það var um dögun / vissi ekki hvar ég var / leitaði í huga mínum en fékk ekkert svar / leit upp, leit í kringum mig en sá ekkert nema tómið bera / leit aðra umferð, þá sat móts við mig þessi vera / klædd svörtum sloppi, með ryðgaðan ljá í hendi sem blóð draup af, andlitið hvítt sem bein, augun dimm, djúp og tóm / ég spurði “hver ert þú?” veran svaraði: “ég er kominn til þess að upfylla þinn dauðadóm” / ég varð svo hræddur að ég missti andann og slög hjarta míns urðu feikna hröð / ég grát bað um að þetta væri bara martröð / en svo var ekki / ég vissi það af sögum sem ég þekki / snerting dauðans er banahöggið, veran teygði sig í átt að mér / ég hörfaði ósjálfrátt, veran sagði: ”það þýðir ekkert að streitast á móti , það er komið að þér / sál mín fékk flogakast og spriklað um inni í mér en líkaminn fékk krampa og gat eki hreyft sig / ég sá sál mína fljúga burt úr líkama mínum, ég öskraði upp úr grátinum og óttanum / “HVAÐ ER AÐ KOMA FYRIR MIG?” / leit á þessa hryllilegu veru og leit djúpt í augu hennar og sá dauðar sálir, djúpt í iðrum jarðar, heyrði ógurleg vein, og fleiri raddi en allt sem mér sást / og mér var litið á dreng, alblóðugan og holdið tætt, það var ég sem var þar að þjást / ég brjálaðist við þessa sýn og öskraði og gargaði / sá hendi verunnar nálgast enni mitt með hraði / sál mín sveif um í herberginu og engdist / það var hrein angist / en ég fann ekki fyrir henni / allt í einu fann ég kaldan gust fara um mitt enni, / upp undir hársvörð og niður á bak, það var komið að því, en skyndilega fell ég í yfirlið / næsta sem ég vissi var að ég lá í rúmi á geðsjúkrahúsi, nýbúinn að fá einhver lyf / dauðinn hafði veitt mér á endanum grið / ég var ekki meðal þeirra dauðu / ég lifði af til þess að segja ykkur söguna af því þegar ég hitti dauðann undir fjögur augu.
Höfundur: Brahman (Young Gods)