ótæmandi regn? - allt lagið
farin,
og enginn mannlegur kraftur
fær þig endurheimta, kemur aldrei aftur.
Sársauki, eins og alda á mér skellur
trekk í trekk
eins og brim á klöpp fellur;
merjandi, blautt og kalt
svo ég upp hrekk, úr þönkum um þig.
En einnig líkt og hinar augum földu,
hátíðni öldur stöðugrar pínu
sem sker inn að beini.
Ég er með hjarta úr steini,
í stað dreyra: sandur og grýti
ég árangurslaust frá mér ýti
hugsunum um þig, og hvernig allt var
en þær leynast allstaðar,
læðast mér að baki, reka mig í gegn
þú náðir á mér slíku taki að mér er það um megn
að virða hvað þú gerðir.
Allir upplifa einvertíman regn og eygja ekki skjól,
en sama hversu harkalega lífið mann serðir,
og sama hversu oft sálin steypist í ferðir
til vítis, er ekki til lítils að sjá regninu slota,
anda léttar, að baki er önnur erfið lota
sigur í orristu; stríðið þó eftir
sigurbogi úr litrófi ljósins
sjór og himinn í undurtær álög hnepptir,
báðir svo kyrrir, svo sléttir, hvílíkur léttir…
En þú trúðir ekki að endir yrði á þessum byl;
Túrtappi í vodka og 50 stórar Magnyl.
Nú ert þú ekki lengur til.
farin,
og enginn mannlegur kraftur
fær þig endurheimta, kemur aldrei aftur.
Já,
myrkrið er djúpt sem fossgropinn hylur
áttir að vita að allt sem aðskilur
gleði og sorg, og í þínu tilviki, líf og dauða
er tími, hefðirðu þraukað einu einasta andartaki lengur
hamingju okkur umlyki,
og tár mín ei vættu blettinn auða
sem þú skildir eftir í rúminu okkar
lífið áfram skokkar
en ég orðinn seinn, get ekki fylgt því eftir
sit einn eftir, hér
því ilminn af þér leggur enn fyrir vit mín,
selta tára byrgir mér enn sýn
mun því flæði ljúka meðan ég er án þín?
úti; ljósblár himinn, sólin skín, en hún skín fyrir aðra
höfuð mitt við það að springa, eins og úttútnuð blaðra
helvítis sólskinið álíka velkomið og hvæsandi naðra
framtíðin var kannski aldrei björt
en það er betra að hjartað slái ört, af ótta
en þó taktfast og samfleytt
heldur en alls ekki neitt
einna sárast fannst að í bréfinu stóð:
“…vegna þess að ekkert er öruggt,
ég get mig á ekkert reitt”
en ástin mín, hvað með mig?
ég reyndi alltaf að vera til staðar til að grípa þig
en hey ég skil
að þú hafir haldið að ég yrði ekki alltaf þér við hlið
nú hefurðu öðlast frið - og ert ekki lengur til.
farin,
og enginn mannlegur kraftur
fær þig endurheimta, kemur aldrei aftur.
Og nú
virðist mér sem svartnættið muni ei hopa
ótæmandi regn, dropi eftir dropa
tilveran fer mér eins og kragi úr grófum lopa;
óþægilegt, þrúgandi og stingur; mann langar í eitthvað annað
dvöl mín hér vítahringur,
því þó það sé ósannað, ókannað
hvort guð sé til, þá trúi ég því ekki
Og því er sjálfsvíg ekki ráð við mínum vanda
þó ég risti upp sár á púlsum beggja handa
hef ég enga trú á því að andi minn svífi á fjaðurvængjum
á vit þín yfir bólstruðum, hvítum, völlum skýjalanda
hví fórstu?ég veit ekki hvort er sterkara
hatur mitt eða ást, mig langar slást í för með þér, fara,
héðan, en ég mun ekki gera það
því ég veit ekki hversu oft ég bað, þig um að hugsa ekki svona
ég var alltaf að vona mér yrði aldrei hafnað
en það var það síðasta sem þú gerðir
líf þitt var líf mitt og öfugt og víg þitt því höfnun
tilfinningin er ísköld köfnum
hnífur milli herðablaða
viðbrögðin hljóðlaust óp, hróp á tíföldum hljóðhraða
sem ratar ekki út úr mér
angist sem engin heyrir og engin sér
sársauki sem aðeins ég finn og skil
og hann er hér, því þú ert ekki lengur til.
farin,
og enginn mannlegur kraftur
fær þig endurheimta, kemur aldrei aftur.
Svo ætla ég að reyna pósta link á lagið, ef það verður einhverntíman tilbúið.
(ég er nefnilega með þennan massífa pródúcer, way útúr minni lík, því ég er ömurlegur rappari, en hann er afar latt kvikindi)