ENDALOK
Ég segi sögu mína nú því loksins líf mitt er á enda/
beið í frjálsu falli lengi en nú fæ ég loks að lenda/
komið að endalokum og því tjöldin dregin fyrir/
gamlar hindranir sem áður stöðvuðu mig nú svíf ég yfir/
vandamálin skil ég eftir sáttur við mín hinstu skipti/
fæ að yfirgefa gamalt líf og nýju upp ég lyfti/
lifði tilgangslausri tilveru í endalausri hringrás/
stóð og varði mig í sífellu en nú skal gera árás/
læt ei sand ú stundarglasi renna beina leið í gegn/
lífið rennur þér úr greipum ef hann fellur eins og regn/
frá himnum, hreinsandi burt gamlar syndir/
strokandi út gamlar myndir/
endalokin nálgast vertu kóngur ekki þegn/