Ákvað að setja saman mínar uppáhalds hip-hop plötur… Endilega skellið ykkar inn og ef að þið nennið skuluði endilega smella einni lýsingu á plötunum með listanum.
Ekki eftir röð:
1. Atmosphere - When Life Gives You Lemons, You Paint That Shit Gold
Þó að margir munu ekki telja þetta bestu plötu þeirra tel ég hana allavegana á top 3 listanum mínum. Slug er með svo fáránlega flotta texta og Ant bregst aldrei í taktsmíðum sínum.
Uppáhaldslag: The Waitress
2. Poetrix - Fyrir Lengra Komna
Persónulega finnst mér þetta ein af bestu íslensku hip-hop plötum sem komið hefur út. Poetrix er með tilfinningaþrungna texta jafnt sem beitta og hnitmiðaða punchline-texta í þessari plötu og taktarnir á þessari plötu eru svo ROSALEGIR.
Uppáhaldslag: Alvara
3. Das Efx - Hold It Down
Das Efx bregst aldrei… Þetta er ein af þessum plötum sem renna svo fáránlega smooth í gegn. Með línur sem láta þig segja “DAAAAAAAAMN” og þessa fáránlega hráu bakpokahiphops-takta.
Uppáhaldslag: No Diggedy
4. Bróðir Svartúlfs - Bróðir Svartúlfs (EP)
Mér er svo sama hvort að þetta sé EP eða LP því að mínu mati er þetta besta íslenska hip hop sem að komist hefur á disk.
Uppáhaldslag: Alinn Upp Af Úlfum.
5. Atmosphere - God Loves Ugly
Ég er maður sem þarf sinn daglega Slug-skammt og hvað er nú betra í eyrun en þessi plata? Fátt.
Uppáhalds lag: Modern Man's Hustle
6. The Notorious B.I.G - Ready To Die
Svo klassísk plata sem rennur í gegn án nokkurra leiðinlegra kafla. Ef að Biggie væri en á lífi mætti vægast sagt segja að hip hop væri öðruvísi.
Uppáhalds lag: Juicy
7. Quarashi - Jinx
Of góð plata, besta platan með Wuarashi að mínu mati þó Guerilla Disco sé nálægt. Hössi alltaf klassískur og Smári Tarfur leggur sitt fram við þessa plötu, ekki ólíkt plötu númer 2 á þessum lista.
Uppáhalds lag: Mr. Jinx
8. Eminem -The Slim Shady LP
Að mínu mati eina platan með Eminem sem að hefur ekki bara svona einn og einn slagara. Þetta er hnausþykk plata með spikfeitum töktum. Eminem þarf alvarlega að byrja að gera svona gott stöff aftur.
Uppáhaldslag: Öll lögin mjög lík í gæðum, en ég ætla að segja Still Don't Give A Fuck
9. Vinnie Paz - Season Of The Assasin
Taktar frá Da Beatminerz, Shuko, Madlib & fl. Gestir eins og Freeway, Ill Bill, Jakk Frost, R.A. The Rugged Man o.fl. Fátt gerist það betra…
Uppáshalds lag: Same Story, Originalinn, reyndar ekki á plötunni, en það átti að vera.
10. Allt Með Lil Jon
Ég elska Lil Jon.
Uppáhalds lag: Lagið þarna með Lil Jon.
Er svo þreyttur að ég nenni ekki að leita eftir stafsetningarvillum. Einnig er þessi listi ekkert “Final”, bara eitthvað sem mér datt í hug á staðnum sko. Endilega hendið inn ykkar listum, gaman, jafnt sem fróðlegt, að lesa svona.