Næsta plata Eminem, The Eminem Show, verður víst jafn sjokkerandi og fyrri tvær. Þetta er haft eftir hinum eilífa Dr. Dre sem sér um upptökustjórn. Platan kemur út í maí og er að sögn Dre jafn öfgafull og hinar tvær. “Platan hans er biluð. Það er ekkert annað sem ég get sagt. Þetta er Eminem í öllu sínu veldi. Allir sem fíluðu fyrri plöturnar munu fíla þessa.”Dre segir að Eminem sé að feta nýjar slóðir en það sé ekkert sem aðdáendur hans þurfi að óttast. Fyrsta smáskífan verður Without Me og verður myndband við lagið skotið í næstu viku. Ég á líka eitt lag sem er á þessari plötu.