Æi, lenti í smá þunglyndis kasti og mundaði pennan og út kom þetta….
hver velur þann sem mun eiga erfitt
og lætur hann hugsa þannig að hann vilji bara “just end it”
af hverju fá sumir að fæðast með miklar gáfur
af hverju verða sumar stelpur átómatískt gálur
hvað er þetta jafnrétti sem allir eru að stanglast á
er það horfið… eða kom það kannski aldrei sjónarsviðið á
ég til dæmis hef allt orðið var við neitt val
sumir einfaldlega ná prófunum og skila verkefnum upp á dag
aðrir meika þetta ekki og stoppa fyrst eitt fag
og svo líður ekki á löngu þar til næsta bætist við
og svo næsta og svo næsta endanum verður skólinn ein stór bið
eftir að fá loks það á hreint, félagi “þú ert fallinn”
stendur ráðþrota fyrir framan kennarastofu og fólk hvíslar aftan mann “aumingja kallinn”
fyrst verður mar voða niðurlútur og gerir ekki neitt
svo verður maður reiður og segir “pff, skólinn var hvort eð er ekki að rokka feitt”
svo sér maður þetta á endanum, þessu gat ekki verið breytt
þú varst fallin um leið og þú skráðir þig inn
ef til vill, finnst þér þetta vera eintóm synd
en svona er bara heimurinn, maður ræður engu sjálfur
og ég skal lofa þér einu það er enginn maður óháður
Þetta byggist allt á kerfinu og hvernig það hagar sér
og svo næst einstaklinginum og hvernig hann hagar sér
allt upp frá fæðingu er hægt að sjá hverjir falla
þetta er ekki einsdæmi, þetta gildir um alla
ég skil akkuru þjóðfélagið er að reyna að breyta þessu
sættum okkur við það að stéttaskipting mun koma í þessu
fallega landi sem við köllum fullkomið
allir jafnir, gullfoss og einnig bláa lónið
og enginn í þessu yndislega landi verður var við spillingu
Fullkomnum?? Nei, landar mínir þið lifið í hyllingu<br><br>{iwrb - P} - Fears