Tinie Tempah spilar á Broadway í október ásamt frábærum íslenskum plötusnúðum og tónlistarmönnum.
Hann er þekktastur fyrir hittarana “Pass-out” og “Frisky” en á fjöldann allan af lögum og kemur hann tónleikagestum sínum stöðugt á óvart.
Hann heitir Tinie Tempah og kemur frá Suð - Austur London. Kappinn er nærður af hinni svokölluðu “GRIME” tónlistarstefnu og er uppgötvaður af “GRIME” senunni. “GRIME” er tónlist sem er fyrst og fremst þróun af “Hiphop”, “Dancehall” og “Uk Garage” og er hægt er að flokka undir “Urban Music”.
Tinie Tempah er í þessum töluðu orðum að “Pimpast yfir um” í vinsældum. Hann er að spila á öllum heitustu og flottustu uppákomum Bretlands og hefur verið að gera það undanfarna mánuði. Má þar nefna staði og hátíðir eins og Global Gathering, Prestigious O2 Wireless festival og Notting Hill Carnival með nöfnum eins og Snoop Dogg, Alex Zane & Busta Rhymes.
Einnig er hann búinn að spila í nágrannalöndum sínum eins og í Frakklandi, Belgíu, Spáni og sérstaklega á Ibiza.
Tinie Tempah hefur fengið mikið lof gagnrýnanda hjá tímaritum eins og “The New York Times”, “The Guardian” og “Playboy Magazine” svo eitthvað sé nefnt.
Ásamt þvi eru myndbönd hans og lög í mikilli spilun á öllum helstu útvarps og sjónvarpsstöðvum. Það þarf varla að minnast á að tvö vinsælustu popplög dagsins í dag, “Frisky” og “Pass-out” eru bæði eftir “Tinie Tempah”.
Þessi ofursvali “Grime” meistari mun rokka stærsta skemmtistað landsins, Broadway, 2.október ásamt Danna Delux, Plugg'd og fleiri góðum á trylltu kvöldi sem þú munt seint gleyma.Miðasalan hefst í næstu viku í Mohawks og
kosta fyrstu miðarnir 2500 kr.