Af hverju að lifa lífinu ef að lífi fylgir dauði ?
Langar að vera ódauðlegur og taka bit’af lífsins brauði
Er guð fyrir ofan mig eins og stjörnur ?
Eða er hann loddari og erum við komin af öpum ?
Er lífið bara plat eða er það í alvöru alvara ?
Veit ekki hversu margar nætur ég hef legið andvaka
Og beðið guð um svör og leitað af sannleiknum
Finnst eins og ég sé umkringdur af lygum en ekki staðreyndum
Lífið er harmleikur og ég er fastur á botninum
Júdas sveik jesús og jésús dó á krossinum
Logn á undan storminum, en nú er blanka logn
Ég veit að orð mínu eru vopn og vopn mínu orð
Langar að vita tilgang lífsins og ástæðuna fyrir
Því að vakna á hverjum degi og tala mismunandi tungumál
ungur á árum en ég hef farið hamförum
því ég þekki muninn á lygum og alvöru
Viðlag
Hvað er rétt hvað er rangt, ég sé ekki til sólar
Er týndur meðal fólksins já svon’er lífsins rólan
Var sagt að vegurinn væri greiður en það voru bara hólar
Veit ekki hvað er satt og veit ekki hvað er ósatt