ef ég fæðist aftur, það fyrsta sem ég geri
að vera einn með flæði sem ég væri vatnsberi
að vera veiðimaðurinn en ekki eltur héri
að kunna heim minn utan að sem lifði ég í keri
á flæðiskeri, verjandi mig öldum þeim sem reyna
að storka mínum örlögum og taka í mína tauma
taumarhald á tilverunni svona rétt til vara
bara til að kannast við mig innan eigin kara
svo segðu mér nú sögur amma góð sem ekki gleymast
eins og bara það að kunna við skó þína að reimast
því í þekkingunni mikilvægir lyklar munu leynast
svo segðu mér því sögur amma góð sem ekki glewymast
hvert einasta andartak sem ég á eftir ólifað
stend ég eins og klettur því mér verður ekki bifað
fólk sem að það reynir tekið til hliðar og siðað
gestaþrautun óleyst, því dýrið ekki friðað
ekki hugsa um sýnir þær sem á auga þitt er miðað
ég sný þér hring í kring þar til að hárið verður liðað
hugsunin sem þoka ein svo láttu þig nú falla
en ekki freistast af þeim freistingum sem á þig kalla
það er eitt boðorð sem á jafnt við um alla
það að kalla her sinn saman, leiða hann til valla
berjast til síðasta blóðdropa, svo láta sverð þitt falla
og deyja sæmdardauða, ganga upp til Valhalla
en ýmsu er ólokið, í öll skjól er ei fokið enn
senn stígur upp sá er lengst hafði dvalist og kvalist
eldtungur sleiktu líkama hans
eðli dýrs en ekki manns, eðli mitt en ekki hans
enginn dans á rósum hér, hér er enginn sem á ekki að vera hér
vera ber að vera eins manns her og þekkja eigið ker
lifandi samkvæmt reglum þeirra sem ekki vita betur
líður mér eins og sumri sem að þvælist inn á vetur
þræðir sem að vefjast mínum fingrum
vefa heilan vef af slyngum, orðum
sem í framtíðinni munu kollvarpa þeim borðum
sem á liggja marmaraplötur með tíu fyrstu boðorðum
sem við með loforðum erum að vefja
hvaðan kemur hungrið sem að er svo sárt að seðja
hvaða átt fer hugurinn og hvaða átt skal velja
ekki tefja skal við hugsanir sem festa eins og leðja
halda skal fókus í gegnum erfiðleika sem að steðja
mínu lífi skal ég veðja á það veðmál, vefmál
að hendist ég í aðra vídd, ég komi aftur sem bergmál
þeirra hugsana sem ekki fá sinn hljómgrunn meðal slugsanna
því þeirra hugarhljómgrunnur er aðeins innan buxnanna
nú spenni fyrir uxanna og ryð mér leið í gegn
og ferðast á hraða ljóssins sem og nýjasta slúðurfregn
af her sem ber hip hop inn í hausa sem að verða fyrir mér
sker á líflínur eins og vera ber
ekkert er eins og það sýnist í þessum harða heimi hér
hver ræður ríkjum, við aldrei víkjum
höldum okkur í myrkrinu og málstaðinn ei svíkjum.
-eveb-