Þetta er texti eftir Kristján:
Erfiðir mánuðir, hver er útkoman þið munuð sjá það núna
bjóðið listaunnendunum inn til að sjá verkið afhjúpað
Þarf ég að koma út ég frétti að lífið væri ekkert nema samfelld martröð
Er ég kom í ljós var litið á mig með undrun og ég man vel andköf
Veit ekki hvort það veit á gott en sumir líta á mig gapandi
Mér er alveg sama hvað segir minn dáði skapari
fólk segir að við séum líkir, sé það ekki ég kref spegils
Nei ég sé ókunnugan mann, get ekki sagt hvort hann sé hreykinn
þú ert listamaðurinn og ég er sköpunarverkið
ertu stoltur yfir árangrinum, myndirðu verja höfundarréttinn
kannski verð ég aðeins viðurkenndur eftir þinn dauðsdag
þú lofaðir mér frægð með að geta mig en þú braust það
fékkst aðeins eitt tækifæri og nú blasir við þér útkoman
augun ljúga aldrei en nú get ég ekki greint hvort þetta sé það sem þú vonar
vegna mín verður þú líklega alltaf lítt þekktur
skiptir það þig einherju máli, hvað segja þínir gagnrýnendur
hélstu að þú myndir fá viðurkenningu um leið, hélstu að heimurinn myndi breytast
ertu þessvegna vonsvikinn, því þú vildir meira
sast hljóður og málaðir það var þinn þáttur hver var þinn innblástur
komst með mig í heiminn en sagði aldrei hver væri minn tilgangur
kannski deyja þeir bestu óþekktir en fyrir mér er ömuleg huggun
því þeir geta átt sig ég vil vita hver þín persónuleg hugsun
hvert er svar þitt afhverju hlustaru ekki á mín ljóð
þú gleymdir öllu þegar þú ákvaðst að ég væri ekki lengur þín þjóð
mérer sama þó þú varst rekinn en hafir ekki flutt út
ég hélt að listin væri þér allt hvernig gastu brotið þitt skulptúr
hvoru megin við línuna stenduru ef ég dreg strik hérna
ég hef milljón svör ef þú segir einhvern tíman að verkið var misheppnað
kannski hefðiru átt að vanda þig meira og fara betur með strigan
var hún þinn innblástur, allavegana verkfæri vegna hennar ég hef lifað
ég gef þér að þú valdir rétta efnið til að vinna með
en handbragðið sem þú notaðir má segja að hafi aðeins verið skikkanlegt
þú reyndir að mála aftur en þá sagði sköpunargáfan fyrst stopp
kom sá tími að lífið sem þú hefur lifað tók sinn toll
ég get ímyndað mér hvernig þér leið er ástríðan þín hafi þér svona hafnað
sýndir engar tilfinningar sast níður haldandi á þínu brostna hjarta
er heimurinn ekki tilbúinn fyrir verk þín var þett lán í óláni
en þá verð ég ég að vera meistaraverkið þitt ímyndaðu þér ábyrgðin sem fór á mig
áður fyrr hafðirðu alltaf eitthvað við að bæta endalausar laglínur
en núna hefur ekkert að segja sendir bara tómar blaðsíður
að vita ekki ástæður þínar og tilfinningar er gjörsamlega ærandi
er verkið fullkomið þessvegna hefuru aldrei fleirri nótum að bæta við
hvernig getur þú hunsað verk þitt, nú hefur þú nóg gert
hvað heldur fólk ef tónlistarmaðurinn neitar að spila sitt tónverk
enginn tónleikaferðalög lengur man þegar ég síðast fór
ekkert nema fyllibyttur í þínum kór, ættir að stylla þitt píanó
varst þú ekki með náðargáfu veit ekki samt hvernig þí misstir þetta
því eins og sannur listamaður þurftiru að njóta lífsins lystisemda
ég hefði gert allt fyrir þig hugsa sér
en nú finnst mér ég eins ég hef borgað of mikið það er ekkert sem ég skulda þér
valið er þitt villt þú aldrei sjá verk þitt framar
þú veist að höggmyndin sem þú mótaðir verðu alltaf til staðar
mér er sama hvað allir segja heima eða hvernig þeim líður
afhverju kemur þú ekki tilbaka þú veist að ekkert varir að eilífu
hver veit hversu langt er í að þú heldur þína lokasýningu
þú munst sjá hvort líf þitt hefur yfir höfuð haft einhverja þýðingu
því allir verða aðn standa upp og verja tilvist sína
ég skal gera allt til að heimurinn viðurkennir list þína
en salurinn verður víst ekki fullur af þínum afrekum
snillingurinn sem ég taldi þig vera var víst bara fokking mannlegu