kannski smá kássa en ég læt bara flakka…

————————————————————————————
ef ég gæti ferðast í tíma færi ég aftur/
ég sé eftir miklu fortíðin er of mikill kraftur/
ég sit fastur/ ég sakna þín svo mikið/
síðan þú fórst ég hef verið ringlaður og þunglyndur fyrir vikið/
ég veit að þetta voru örlög/ bara get ekki sætt mig við það/
mig langar að fara út sjálfur með sög/ guð tók allt sem ég hafði að missa/
ég er hissa/ samt mest af öllu er ég tómur/
er þú fórst fór hluti saf mér með þér þetta er verra en dauðadómur/
heyrist ómur?/ mér er sagt að ég heyri ekkert en reyni þó að hlusta/
mér er sagt að ég sé klikkaður en ég læt það sem vind um mín eyru gusta/
get ekki ímyndað mér að ég sjái þig ekki framar/
ég er eins og fluga oná steini og fyrir ofan mig er hamar/
ég get reynt að fljúga burt og sleppa þessu frá/
en ég ákvað að verða að klessu steininum á/
er það satt að himnaríki sé til? guð svarar mér ekki/
get ég flúið sorgina ef ég bara sjálfan mig blekki/
þetta hefur gengið of langt ég græt mig í svefn kvöld eftir kvöld/
ég reyni að berjast á móti en sjálfstortímingarhvötin tekur fljótlega öll völd/
það er seinasti kosturinn en líklega sá besti/
ég get þetta ekki lengur fer og bið um syndafyrirgjöf hjá mínum presti/
akkuru þurftiru að fara?!?/ ég öskra upp í myrkan himininn/
það rignir í andlitið á mér svo er sagt að jésús sé besti vinur minn/
ég hef lent í ýmsu mína ævi en í þetta sinn/
gekk það of langt ef himnaríki er til kemst ég vonandi þar inn/
————————————————————————————
eftir slysið ég hef ekki verið með sjálfum mér/
get ekki einbeitt mér lengur ég sit einn að skjálfa hér/
í hvert skipti sem bíll keyrir framhjá, ég vonað þú sért komin/
en á meðan dauðinn og lífið skilur á milli okkar hverfur öll vonin/
er ég pæli í ástæðum tilað haláfram að lifa/
finn ég enga gera ekkert annað en horfa á klukkuna tifa/
ég reyni að skrifa/ bréf til þín en veit ekkert hvert á senda/
póstkarlinn skildi ekki neitt er ég reyndi til himins að benda/
ég veit ekki hvað ég á að gera ég er ekki mönnum sinnandi/
brennandi/ ef óheppni væri týndur hlutur væri ég finnandinn/
ég hleyp í hringi óskandi að kvölunum sé lynnandi/
vildi óska við værum saman þinn og minn andi/
en hvað er ég að hugsa, ég veit að ég hef tapað þér eilífu/
þú ert sú sem komst uppúr en ég drukkna í sýkinu/
ég á engann að lengur öllum er sama hvernig mér líður/
mig svíður/ hvern einasta dag sársaukinn eftir mér bíður/
martraðir hverja einustu nótt ég erað tapa þessu stríði við sjálfan mig/
eftir eitt erfitt kvöldið ég sest niður og les bréfið/
sem ég ætlaði að senda þér en gat ekki komist til skila/
ég felli tár og ákvað að lengur skildi ég ekki lifa/
ég lagði bréfið á borðið og fór niður í kjallara/
það er best fólk sér mig varla þar/
örvæntingafullur á báðum áttum hataði ég lífið/
ég var endanlega við það að tapa þessu sálarstríði/
ég barði í alla veggi hvolfdi húsgögnum og öskraði/
ég reyndi að eiga gott líf en mér illa blöskraði/
hljóp upp í herbergi að ná í allt draslið sem ég þurfti/
ætlaði að lýta einu sinni en á bréfið en þá var það horfið/
————————————————————————————
ég hlaut að hafa misst það og leitaði um allt herbergið/
eftir stutta leit rakst ég á lítinn blaðsnepil/
skrifaður með skrautskrift og af blaðinu fann lykt af hennar ilmvatni/
þar stóð að sár þeirra gróa sem halda í vonina um að þeim batni/
undireins ég fattaði hvað var að ske/
bros færðist á brotið hjarta og ljósið skein úr augum mér/
ég hneig niður á hné/ og allur líkami minn fraus/
ég starði á vegginn er ég virkilega loksins laus?/
mér leið ekki lengur illa þó mér hafi ekki heldur liðið vel/
þetta bílslys sem hún lenti náði ég ekki úr hausnum á mér/
ég gleymdi öllu sem varað gerast í kringum mig/
gleymdi að ég hafi ætlað að drepa mig/
ég gleymdi að ég hélt á kjöthníf í hægri hendi/
ég var nýsloppinn úr óveðrinu en get ég spjarað mig á nýju lendi/
ég horfði útum gluggan og sólin var að koma/
þá fékk ég góða tilfinningu og fattaði að lífið var bara svona/
lagðist upp í rúmið yfirbugaður af þreytu/
vissi að hún yrði alltaf hjá mér sama hvað ég gerði mikla steypu/
mér hafði aldrei liðið svona áður en nú var ég sáttur við lífið/
ég vissi að ég hafði unnið stríðið við sjálfan mig/