Kannski svolítið seint í rassinn gripið að vera að ræða um þetta núna, en gerum það nú samt.

Ástæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu er sú að ég var að uppgötva Get Ta Steppin, Hi-Tek feat. Mos Def og Vinia Mojica.
Þetta lag held ég að sé það besta sem ég hef heyrt frá árinu 2001.
Ég er samt að koma sjálfum mér á óvart, því fyrir nokkru síðan hefði ég ekki viðurkennt að vera að fíla r&b :)

Það er hiphop pródúseraða r&b-ið sem er að grúva hvað mest núna, og maður er jú sífellt í leit að hinu eina sanna grúvi..

ú jeh