Ég var að lesa þennan lista um 50 bestu rapparana og ég held að það sé ekki hægt að troða öllum íslenskum röppurum á einn lista sem er dæmdur eftir frumleika, flæði og textagerð, því að t.d. eru margir með gott flæði á meðan aðrir eru góðir í rímnagerð. Það þarf frekar að kjósa um þetta í nokkrum flokkum fyrir sig!

Er það ekki “Slay” sem stjórnar þessari síðu? Mér datt í hug að hægt væri að gera skoðunarkönnun á þessari hiphop síðu. Ekki eins og maður sendir inn sjálfur og það eru bara nokkrir valmöguleikar í boði. Heldur eru engir rapparar tilnefndir og maður má skrifa hvaða nafn sem er (svo framarlega sem það er nafn á íslenskum rappara) Við gætum til dæmis kosið um besta textahöfundin, besta flæðið, mestan frumleika, hver er flottastur á sviði og hver er bestur að “freestæla”, þið getið komið með hugmyndir um fleiri “titla”. Síðan myndi “Slay” (sá sem stjórnar síðunni) láta upp þessa könnun og könnunin myndi standa í ca mánuð. Það yrði að vera ÖRUGGT að hver notandi geti bara kosið einu sinni í hverjum flokki. Síðan eftir mánuð þá myndu niðurstöðurnar verða birtar hérna, kannski fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki.

Þá getum við haldið áfram að rífast um hvort það hafi verið rétt niðurstaða eða ekki. Eru allir sáttir og hvernig lýst ykkur á þetta?