Alveg úr takti við umheiminn,ráfandi um gleyminn/
tíminn líður hjá, þú ert fjórtándi jólasveinninn/
löngu dottinn úr minni manna/
sem að hafa ekki tíma til þess að hugsa um aðra/
svo þú varst einn og horfðir á, ekki memm, ekki þá/
þegar neiðin var mest og þegar að þig skorti ást/
en þó þú hafir löngu misst lífsviljann/
þá er það bara eitthvað sem þú mátt alls ekki misskilja/
reiði er algerlega eðlileg/
en komin á þetta stig þá er hún orðin frekar spes
samt bældirðu hana bara niður og hélst áfram að ganga/
samt munt ekki ganga langt með ekkert til að ganga á/
því backup planið tók svo upp þráðin/
það var lagt á ráðin og síðan varstu ráðin/
en þráin hún réð ennþá ríkjum/
sem þeir mögnuðu upp með allskins kjaftæði og íkjum/
svo þeir að lokum klæddu þig í/
það sem myndi koma þér á hraðbraut inn í paradís/
(frekar brotið flæði…en það flæðir!)
gengur aleinn inn á torgið,þú ert einn en samt umkringdur fólki/
muldrar fyrir þér svo bæn og endar svo með ópi…/
allir hætta að tala og labba horfa bara á þig/
og sjá hvernig glottið færist löturhægt um andlitið/
þú hugsar um loforðið um eilífðina í paradís/
og hvernig þú munt fá þína einu sönnu draumadís…/
svitinn perlar á enninu og lekur niður í augun/
þú sleppir takkanum og með honum fjandanum lausum/
sprengingin verður og allt á annan endann/
og allar manneskjur í nánd við þig þær bókstaflega hverfa/
en andartakinu áður en þú dróst inn fingurinn/
hvíslaðiru að sjálfum þér “ sorry að ég elskaði þig”
tár lak niður andlitið, allt var á enda/
og þú hugsaðir í lokin,það er sárt að fokking elska!
(þar sem “…” er kemur smá pása(erfitt að útskýra))
Var samið á tæpum 40 min!