Nú er um 15 ár liðin frá því hiphop þátturinn Kronik fór fyrst í loftið og að því tilefni þá verður slegið til ærlegrar veislu á Tunglinu 28. febrúar n.k. Fram kemur enginn annar goðsögnin, taktsmiðurinn og snillingurinn Pete Rock en hann á að baki fjöldan allan af helstu hiphop smellium fyrr og síðar.
Pete Rock á langan feril að baki, en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið ásamt félaga sínum CL Smooth og gáfu þeir út eina bestu hiphop plötu allra tíma “Mecca and the Soul Brother” um miðjan 10. áratuginn. Pete Rock hefur einnig unnið mikið með lista mönnum eins og Nas, Wu Tang, Mary J. Blige svo fáeinir séu nefndir og því er mikill heiður að fá þennan listamann til landsins. Upphitun verður í höndum Forgotten Lores, Dj Intro og Dj B-ruff en þeir munu matreiða það besta sem kom út í hiphop tónlist á þessum árum. Nánari upplýsingar munu birtast innan skamms.
Miðasala er hafin hér http://midi.is/tonleikar/1/5448