Ég sit og stari á þau en get ekki bært á mér/
hvorki staðið upp né lokað augunum, horfi bara hér/
á gluggatjöldin sem byrgja mér sýn í betra líf/
þau lokuðust svo skyndilega og eru úr anti híalín/
soga í sig birtu og lífsvilja og von&þrá/
en ég get ekki staðið upp og kippt þeim niður án/-
neinnar hjálpar og hún er augljóslega ekki til staðar/
og ekki á leiðinni svo þau fjarlægjast hraðar/
ég reyni að standa upp og hlaupa en ekkert gerist/
en eftir mikinn tíma og puð þá kviknar lítill neisti/
sem kemur eins og klisjan segir bálinu af stað/
svo ég hoppa upp og ríf í þau og tæti síðan af/
brýt svo fokking gluggann, nóg komið af sýnum/
stekk út um hann og tek þá í lífinu/
ekki meiri einangrun og öskra því að heiminum/
“HáEff þrettán fokking frjáls og verður það að eilífu”/
tek þá eftir því að frá húsinu er reykur/
berst hann út um gluggann hægt, berst þaðan frá leyndum/
fjötrum sem að héldu mér, þeir voru bara minningar/
sem voru slæmar en ég er nú búinn að filtera/
þær sem voru slæmar og fengu að brenna líka/
frá þeim sem voru skárri og fengu að lifa/
og þær gera það enn, en minningarnar þær/
um einangrun og gluggatjöld sukku í djúpan sæ!
Common á comment!
Búinn að posta á fullu og fæ ekkert til baka!
Væri til í eitthvað feedback tack!