Eftir farandi ríma var saminn í vinnuskúr sem verktakinn sem ég vinn fyrir á. Ég hafði ekkert að gera meðan ég beið eftir manni sem ég átti að vinna með svo að ég orti bara eina snöggsoðna rímu út frá því sem fyrir augu bar út um glugga skúrsins. Ég verð samt að útskýra nokkur atriði sökum þess að það vinna ekki allir hjá Jarðvélum.
Dimma er nafnið á Búkollunni sem fyrirtækið á og Svenni var nýbúinn að segja mér að hann nennti ekki að láta löggurnar stoppa sig vegna þess að hann noti malbikuðu vegina þarna í kring.
Þórður er maður sem með “sementspoka” utan á sér og strákarnir í vinnunni eru alltaf að segja honum að hann sé bara nettur.
Eiki og Hilli útskýra sig sjálfir.
Einar keyrir trailer og það líður varla sú vika að hann er ekki tekinn með of þungann farm.
Hér er svo hin snöggsoðna ríma:
Ég sit hér uppí vinnuskúr, eftir Matta að bíða
Tíminn var svo lengi að líða en þá datt mér í hug að ríma
Allt kaffið hér er búið, ég veit það er ekki snúið
Að hella upp á meira en ef ég reyni það mun allt um koll keyra
Hér úti er Svenni að keyra Dimmu
Hann var að segja mér að hann nennti ekki í rimmu
Við löggurnar grimmu
Nú er ég orðinn svangur, helvítis angur, talandi um mat
Þórður er sagður nettur en mér finnst hann heldur þéttur
Á velli en ég veit hann engann hrellir
Því hann er ágætis rólyndis kall sem vill bara jarðveg á sinn pall
Eiki og Hilli eru sagðir par sem skilja eftir handafar
Á rasskinnum hvors annars
Ég veit þó að þetta er kjaftæði
Því ef þetta er sagt við Eika fyllist hann mikilli bræði
Einar virðist alltaf vera of þungur
Hvernig má það vera? Maðurinn er mjórri en geimvera
Það er í það minnsta ekki mikið hans hungur
Nú er klukkan hálftólf, ég er farinn að reika um gólf
Því ég undrast um hann Matta, ég er bara ekki að fatta
Hvert hann fór, hann sór að koma aftur með hraði
En nú er ég farinn að borða heilmikinn matarforða
Áður en mín bíður skaði.<br><br>———————————————–
Tékkaðu á síðunni minni, hún inniheldur:
<a href="http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">
- Velkomin
- Bíllinn minn
- Brandarar
- Championship manager
- Ísland
- Nebbagott
- Um mig</a>
Ef eitthvað af þessu freistar þín er bara um að gera að kíkja!