ég öskra út í eilífðina og pæli hvaðan svarið kemur
því að á sléttum tilgangsleysis skiptir engu lengur
hvort sem þjóðfélagið komi aftur og hvernig mönnum semur
því að alltaf endar það á að einhver haus í steininn lemur
hefuru pælt í því hvert við munum fara
húsin okkar munu hrynja og þú munt sitja í fjörunni og stara
dýrin verða á bak og burt meðan þú japlar á þara
dreymir um af gefa út tímarit eins og Einar Kvaran
en þar sem að ekkert er eftir hefuru ekkert að sýna
að hugsa til baka til siðmenningar mun vera mesta pína
þú vonar að guð sé að grínast og þér takist að vakna
en það sem gerðist í Híroshíma hefur nú gerst við heiminn, allan
hugsum til framtíðar var alltaf sagt þannig að þú ert ráðvilltur
situr stilltur og finnur að þú ert fangi eigin hugsana og verður trylltur
við upplifa útrýmingu en lifa sjálfur
steinninn sem þú svafst alltaf í er núna flatur
er einhver möguleiki á að verða aftur glaður
kannski er þetta í þínum huga blaður
en í mínum huga er þetta spádómur
þegar ég tala um þetta liggur mér lágt rómur
því ég ber kvíða brjósti, ég veit að þessi dagur er nálægur
ég horfi á heiminn úr fjarlægð og eldar brenna
er ég dauður að upplifa minningar um dag þennan
eða er mig að dreyma þá bíð ég þess spenntur að vakna
en þegar ég velti þessu fyrir mér þá spyr ég hvers er að sakna
því það er ekkert sem kallar á mig til baka
en nú þegar við öll höfum farist þurfum við að svara til saka
Status S svífur um í algleymi og horfir yfir jörðina
sé kannski eftir að hafa ekki haldið uppá þakkargjörðina
ég þakka fyrir rappið, já eða bara lífið, hver er munurinn
nú stendur á móti mér dyravarðarumurinn
ég gat ekki hugsað mér lyklapétur annað en horaðan mann með skegg
en nú þegar mitt líf hefur rekist á vegg
þarf ég kveðja minn lífstíl og velja, heaven eða hell
alltaf spurning því ég hef talið jörðina helvíti og dauða ríki Guðs
þessar skoðanir voru alltaf bældar niður því þær þóttu ekki til siðs
þannig að eyðileggingu jarðar get hugsað að ég hafi frelsast og skrifa
að í dauða mínum hef ég loks fengið frelsi til að lifa