Poetrix og Dabbi T koma til með að halda tónleika miðvikudaginn næstkomandi á Organ.


Húsið opnar kl. 8 og hefjast tónleikar eitthvað um 10 leytið.


frítt inn.


Báðir hafa unnið að að mikið af nýju efni síðustu misseri og verður það frumflutt á miðvikudag.


einnig hafa þeir nýlega gefið út plöturnar “Fyrir lengra komna” (Poetrix) og “Óheflað málfar” og verða lög af þeim flutt líka í bland við það splunkunýja.


víðáttubrjálaðar og óheflaðar textanýlendur verða kannaðar og hjartsláttarhvetjandi tryllitaktar gefnir beint í æð til að minna á það að sumarið er ekki búið ennþá.

Kveðja Poetrix og Dabbi T