það eru 8 lög á plötunni sem að eru ekki á myspace.
hvað finnst mér um skoðanir rottweiler? ekki neitt… þeir hafa rétt á sinni persónulegu skoðun og ég ber virðingu fyrir henni og fagna hreinskilninni og gagnrýninni sem að þeir setja fram. mér finnst almennt frábært þegar að fólk hefur kjark til að standa við sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega ef að þær eru ekki líklegar til þess að vekja kátínu hjá einhverjum.
að sjálfsögðu tek ég alla gagnrýni til greina og umhugsunar, og geri mér grein fyrir því að það sem að ég er að gera höfðar kannski ekki til allra.
það er alltaf þannig. við aðhyllumst ólíkar stefnur og tónlistarheimspeki en ekki ætla ég að halda því fram að ég hafi meira rétt fyrir mér en þeir. skoðanir mínar eru ekki heilagur sannleikur, en þær eru mínar og ég stend við þær þó að þær falli kannski ekki í kramið hjá öllum. ég býst við því að það sama gildi um þá.
Diss á Móra og Rottweiler?
þetta er ekki yfirlýst diss á neinn nema það sem að ég tala um í laginu. annars hefði ég bara nafngreint menn.